Klofningi spáð í Framsókn 19. nóvember 2006 08:00 „Ég tel ekki sjálfgefið að Kristinn taki sæti á listanum“, segir Birgir Guðmundsson stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, um úrslit prófkjörs Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Birgi þykir einnig sýnt að klofningur sé hjá flokknum í kjördæminu. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra er sigurvegari prófkjörsins en Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður, sem einnig sóttist eftir fyrsta sætinu, hafnaði í þriðja sætið. Herdís Sæmundardóttir varaþingmaður hlaut annað sætið eins og hún stefndi að. „Þó að Kristinn H. Gunnarsson detti út þá fær hann samt það stóran hluta atkvæða að ekki er hægt að túlka úrslitin öðruvísi en að flokkurinn sé klofinn. Kristinn stendur fyrir gagnrýnin sjónarmið á stefnu flokksins og komið er upp ákveðið vandamál hjá flokknum í kjördæminu“, segir Birgir. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir Kristin hafa verið fulltrúa hins almenna flokksmanns sem hefur ekki verið hrifinn af stefnu flokksforystunnar og það komi á óvart að hann njóti ekki meira fylgis. „Ég er líka sannfærður um að flokksforystunni er létt, því Kristinn hefur verið þingflokknum mjög erfiður. Það þarf heldur ekki að koma á óvart að tekist sé á í prófkjörinu.“ Um þýðingu úrslitana fyrir alþingiskosningarnar í vor segir Baldur: „Vestfirðingar eru þekktir fyrir að fara í sérframboð ef þeim líkar ekki val á lista. Það er óvíst hvort Kristinn kæmist inn á þing en það gæti stórskaðað flokkinn í kjördæminu ef hann færi í sérframboð.“ Birgir Guðmundsson segir kunna að vera að aðrir frambjóðendur í prófkjörinu hafi sammælst gegn Kristni. „Flokkurinn þarf að finna leið til að friða þennan arm sem stendur með Kristni, það er nauðsynlegt til að halda fylginu í kjördæminu.“ Birgir segir blikur á lofti. „Ég held að þetta eigi eftir að spilla fyrir flokknum og þetta kemur á erfiðum tíma.“ Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
„Ég tel ekki sjálfgefið að Kristinn taki sæti á listanum“, segir Birgir Guðmundsson stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, um úrslit prófkjörs Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Birgi þykir einnig sýnt að klofningur sé hjá flokknum í kjördæminu. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra er sigurvegari prófkjörsins en Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður, sem einnig sóttist eftir fyrsta sætinu, hafnaði í þriðja sætið. Herdís Sæmundardóttir varaþingmaður hlaut annað sætið eins og hún stefndi að. „Þó að Kristinn H. Gunnarsson detti út þá fær hann samt það stóran hluta atkvæða að ekki er hægt að túlka úrslitin öðruvísi en að flokkurinn sé klofinn. Kristinn stendur fyrir gagnrýnin sjónarmið á stefnu flokksins og komið er upp ákveðið vandamál hjá flokknum í kjördæminu“, segir Birgir. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir Kristin hafa verið fulltrúa hins almenna flokksmanns sem hefur ekki verið hrifinn af stefnu flokksforystunnar og það komi á óvart að hann njóti ekki meira fylgis. „Ég er líka sannfærður um að flokksforystunni er létt, því Kristinn hefur verið þingflokknum mjög erfiður. Það þarf heldur ekki að koma á óvart að tekist sé á í prófkjörinu.“ Um þýðingu úrslitana fyrir alþingiskosningarnar í vor segir Baldur: „Vestfirðingar eru þekktir fyrir að fara í sérframboð ef þeim líkar ekki val á lista. Það er óvíst hvort Kristinn kæmist inn á þing en það gæti stórskaðað flokkinn í kjördæminu ef hann færi í sérframboð.“ Birgir Guðmundsson segir kunna að vera að aðrir frambjóðendur í prófkjörinu hafi sammælst gegn Kristni. „Flokkurinn þarf að finna leið til að friða þennan arm sem stendur með Kristni, það er nauðsynlegt til að halda fylginu í kjördæminu.“ Birgir segir blikur á lofti. „Ég held að þetta eigi eftir að spilla fyrir flokknum og þetta kemur á erfiðum tíma.“
Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira