Klofningi spáð í Framsókn 19. nóvember 2006 08:00 „Ég tel ekki sjálfgefið að Kristinn taki sæti á listanum“, segir Birgir Guðmundsson stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, um úrslit prófkjörs Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Birgi þykir einnig sýnt að klofningur sé hjá flokknum í kjördæminu. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra er sigurvegari prófkjörsins en Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður, sem einnig sóttist eftir fyrsta sætinu, hafnaði í þriðja sætið. Herdís Sæmundardóttir varaþingmaður hlaut annað sætið eins og hún stefndi að. „Þó að Kristinn H. Gunnarsson detti út þá fær hann samt það stóran hluta atkvæða að ekki er hægt að túlka úrslitin öðruvísi en að flokkurinn sé klofinn. Kristinn stendur fyrir gagnrýnin sjónarmið á stefnu flokksins og komið er upp ákveðið vandamál hjá flokknum í kjördæminu“, segir Birgir. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir Kristin hafa verið fulltrúa hins almenna flokksmanns sem hefur ekki verið hrifinn af stefnu flokksforystunnar og það komi á óvart að hann njóti ekki meira fylgis. „Ég er líka sannfærður um að flokksforystunni er létt, því Kristinn hefur verið þingflokknum mjög erfiður. Það þarf heldur ekki að koma á óvart að tekist sé á í prófkjörinu.“ Um þýðingu úrslitana fyrir alþingiskosningarnar í vor segir Baldur: „Vestfirðingar eru þekktir fyrir að fara í sérframboð ef þeim líkar ekki val á lista. Það er óvíst hvort Kristinn kæmist inn á þing en það gæti stórskaðað flokkinn í kjördæminu ef hann færi í sérframboð.“ Birgir Guðmundsson segir kunna að vera að aðrir frambjóðendur í prófkjörinu hafi sammælst gegn Kristni. „Flokkurinn þarf að finna leið til að friða þennan arm sem stendur með Kristni, það er nauðsynlegt til að halda fylginu í kjördæminu.“ Birgir segir blikur á lofti. „Ég held að þetta eigi eftir að spilla fyrir flokknum og þetta kemur á erfiðum tíma.“ Innlent Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Sjá meira
„Ég tel ekki sjálfgefið að Kristinn taki sæti á listanum“, segir Birgir Guðmundsson stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, um úrslit prófkjörs Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Birgi þykir einnig sýnt að klofningur sé hjá flokknum í kjördæminu. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra er sigurvegari prófkjörsins en Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður, sem einnig sóttist eftir fyrsta sætinu, hafnaði í þriðja sætið. Herdís Sæmundardóttir varaþingmaður hlaut annað sætið eins og hún stefndi að. „Þó að Kristinn H. Gunnarsson detti út þá fær hann samt það stóran hluta atkvæða að ekki er hægt að túlka úrslitin öðruvísi en að flokkurinn sé klofinn. Kristinn stendur fyrir gagnrýnin sjónarmið á stefnu flokksins og komið er upp ákveðið vandamál hjá flokknum í kjördæminu“, segir Birgir. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir Kristin hafa verið fulltrúa hins almenna flokksmanns sem hefur ekki verið hrifinn af stefnu flokksforystunnar og það komi á óvart að hann njóti ekki meira fylgis. „Ég er líka sannfærður um að flokksforystunni er létt, því Kristinn hefur verið þingflokknum mjög erfiður. Það þarf heldur ekki að koma á óvart að tekist sé á í prófkjörinu.“ Um þýðingu úrslitana fyrir alþingiskosningarnar í vor segir Baldur: „Vestfirðingar eru þekktir fyrir að fara í sérframboð ef þeim líkar ekki val á lista. Það er óvíst hvort Kristinn kæmist inn á þing en það gæti stórskaðað flokkinn í kjördæminu ef hann færi í sérframboð.“ Birgir Guðmundsson segir kunna að vera að aðrir frambjóðendur í prófkjörinu hafi sammælst gegn Kristni. „Flokkurinn þarf að finna leið til að friða þennan arm sem stendur með Kristni, það er nauðsynlegt til að halda fylginu í kjördæminu.“ Birgir segir blikur á lofti. „Ég held að þetta eigi eftir að spilla fyrir flokknum og þetta kemur á erfiðum tíma.“
Innlent Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Sjá meira