Starfsmenn telja uppsagnir ólöglegar 19. nóvember 2006 08:45 Flugumferðarstjórar og aðrir starfsmenn Flugmálastjórnar telja að brotin hafi verið á sér lög. Stjórnvöld eru því ósammála. MYND/Heiða Margir starfsmenn Flugmálastjórnar telja að brotin hafi verið lög um réttindi starfsmanna við aðilaskipti fyrirtækja frá 2002 þegar þeim var sagt upp störfum vegna breytingar stofnunarinnar í opinbert hlutafélag. Flugmálastjóri segir að ákvörðun um uppsagnir hafi verið tekin sameiginlega af Flugmálastjórn og samgöngu- og fjármálaráðuneyti. Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir að samkvæmt lögum um aðilaskipti sé einfaldlega bannað að segja starfsmönnum upp, þeir eigi að færast til nýja fyrirtækisins og við það séu starfsmenn mjög ósáttir. „Ástæðan fyrir uppsögninni er annaðhvort klúður hjá ríkinu eða verið er að rjúfa ráðningarsambandið til að Flugstoðir þurfi ekki að standa skil á þeim réttindum og skyldum sem eru skilgreind í ráðningarsamningum starfsmanna sem eru ekki lengur til staðar." Þorgeir Pálsson flugmálastjóri þekkir til þeirra efasemda að uppsagnirnar samrýmist lögum um aðilaskipti en segir það ekki túlkun stjórnvalda. „Yfir málið fóru nánast allir sem þekkja til þessara mála hjá okkur og ráðuneytunum og það var full samstaða um að rétt væri að standa að þessu með þessum hætti. Með uppsagnarbréfi var öllum boðið sama starf á sömu kjörum hjá Flugstoðum." Þorgeir segir einnig að ríkisstarfsmenn eigi biðlaunarétt og hann verði ekki virkur nema starf sé lagt niður eða starfsmanni sagt upp. „Þetta var því hugsað meðal annars til hagsbóta fyrir þá sem vildu nýta sér biðlaunarétt sinn." Loftur minnir á að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sagði þegar hann mælti fyrir frumvarpinu um stofnun Flugstoða ohf. að engum starfsmanni Flugmálastjórnar yrði sagt upp störfum og vitnaði þar í lögin um aðilaskipti. „Hann sagði líka í Sjónvarpinu í gær að eftir 1. janúar hafi flugumferðarstjórar ekki atvinnutækifæri hjá öðrum en Flugstoðum. Í Evrópu vantar á þriðja þúsund flugumferðarstjóra svo þeir sem vinna á Íslandi gætu fengið vinnu annars staðar á morgun. Ég þekki til flugumferðarstjóra sem fengið hafa störf í Noregi á næsta ári og að aðrir hyggjast nýta sér biðlaunarétt sinn og hætta um áramótin." Loftur segir marga kollega sína vilja vinna fyrir Flugstoðir en þeir muni ekki þiggja það eins og ölmusu. Ekki náðist í Sturlu Böðvarsson í gær vegna málsins. Innlent Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira
Margir starfsmenn Flugmálastjórnar telja að brotin hafi verið lög um réttindi starfsmanna við aðilaskipti fyrirtækja frá 2002 þegar þeim var sagt upp störfum vegna breytingar stofnunarinnar í opinbert hlutafélag. Flugmálastjóri segir að ákvörðun um uppsagnir hafi verið tekin sameiginlega af Flugmálastjórn og samgöngu- og fjármálaráðuneyti. Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir að samkvæmt lögum um aðilaskipti sé einfaldlega bannað að segja starfsmönnum upp, þeir eigi að færast til nýja fyrirtækisins og við það séu starfsmenn mjög ósáttir. „Ástæðan fyrir uppsögninni er annaðhvort klúður hjá ríkinu eða verið er að rjúfa ráðningarsambandið til að Flugstoðir þurfi ekki að standa skil á þeim réttindum og skyldum sem eru skilgreind í ráðningarsamningum starfsmanna sem eru ekki lengur til staðar." Þorgeir Pálsson flugmálastjóri þekkir til þeirra efasemda að uppsagnirnar samrýmist lögum um aðilaskipti en segir það ekki túlkun stjórnvalda. „Yfir málið fóru nánast allir sem þekkja til þessara mála hjá okkur og ráðuneytunum og það var full samstaða um að rétt væri að standa að þessu með þessum hætti. Með uppsagnarbréfi var öllum boðið sama starf á sömu kjörum hjá Flugstoðum." Þorgeir segir einnig að ríkisstarfsmenn eigi biðlaunarétt og hann verði ekki virkur nema starf sé lagt niður eða starfsmanni sagt upp. „Þetta var því hugsað meðal annars til hagsbóta fyrir þá sem vildu nýta sér biðlaunarétt sinn." Loftur minnir á að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sagði þegar hann mælti fyrir frumvarpinu um stofnun Flugstoða ohf. að engum starfsmanni Flugmálastjórnar yrði sagt upp störfum og vitnaði þar í lögin um aðilaskipti. „Hann sagði líka í Sjónvarpinu í gær að eftir 1. janúar hafi flugumferðarstjórar ekki atvinnutækifæri hjá öðrum en Flugstoðum. Í Evrópu vantar á þriðja þúsund flugumferðarstjóra svo þeir sem vinna á Íslandi gætu fengið vinnu annars staðar á morgun. Ég þekki til flugumferðarstjóra sem fengið hafa störf í Noregi á næsta ári og að aðrir hyggjast nýta sér biðlaunarétt sinn og hætta um áramótin." Loftur segir marga kollega sína vilja vinna fyrir Flugstoðir en þeir muni ekki þiggja það eins og ölmusu. Ekki náðist í Sturlu Böðvarsson í gær vegna málsins.
Innlent Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira