Varnargarður angrar siglfirska fjölskyldu 20. nóvember 2006 06:30 Lekinn sem hættir ekki. Fjölskyldan á Hólavegi 19 var nýbúin að leggja nýtt parkett þegar vatnsleki kom í ljós á ný. „Við töldum og teljum enn að þessi leki sé vegna framkvæmda við snjóflóðavarnargarðinn," segir Þorsteinn B. Bjarnason, íbúi á Siglufirði, sem berst við endurtekinn vatnsleka í húsi sínu sem stendur aðeins fáeina metra frá fæti nýbyggðs varnargarðs í hlíðinni fyrir ofan. Þorsteinn, kona hans og tvö börn, fjögurra og sjö ára, hafa nú í tvö ár öll sofið í einu herbergi á efri hæð húss síns á Hólavegi þar ekki er hægt að dvelja í svefnherbergjum í kjallara vegna vatnsleka hófst í september 2004. Þorsteinn segir fjölskylduna þess utan hafa verið í stórhættu á tímabili vegna grjótflugs úr garðinum. Bæjarsjóður samþykkti að kosta drenskurð við hús Þorsteins sem var grafinn í sumarlok í fyrra. Þorsteinn segir að þá hafi tekið fyrir lekann. Í maí á þessu ári fékk fjölskyldan 272 þúsund króna bætur vegna skemmda á gólfefnum og skápum. Nú í ágúst var lokið við að leggja nýtt parkett í kjallaranum og stefndi í að fjölskyldan gæti hafið eðlilegt líf. „Við vorum reiðubúin að flytja niður aftur úr þessu eina herbergi sem við höfum sofið í öll fjögur en tókum þá eftir því að í einu horninu var rakabóla og mygla. Ég reif upp hluta af parkettinu og þá kom í ljós að það er byrjað að seytla inn aftur í einu horninu," lýsir Þorsteinn. Fjölskyldan á Hólavegi hefur nú óskað eftir því við bæjaryfirvöld og Ofanflóðasjóð að málið verði leyst í eitt skipti fyrir öll. Bæjarstjórnin hefur ákveðið að kalla til hlutlausan aðila til að meta hvort ábyrgðin á tjóninu hvíli í raun á yfirvöldum. Í huga Þorsteins er hins vegar enginn vafi. „Þetta er ættaróðalið. Ég er fæddur hér. Það hefur aldrei verið leki í þessu húsi fyrr," segir hann. Þorsteinn segir kröfu sína einfaldlega þá að málið verði klárað. „Sé ekki hægt að gera við þetta þá förum við fram á að okkur verði hjálpað, eða útvegað jafnvel nýtt húsnæði. Við erum bara orðin mjög þreytt á þessu," segir Þorsteinn sem tekur þó fram að í raun sé snjóflóðavarnargarðurinn ágætur - fyrir utan staðsetninguna: „Garðurinn er góð vörn svo fremi sem hann skapar okkur ekki meiri hættu og framkvæmdirnar sjálfar flæmi okkur ekki úr húsinu. Það er svolítið kaldhæðnislegt að það er búið að verja okkur frá fjallinu en ekki frá sjálfu sköpunarverkinu." Innlent Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Við töldum og teljum enn að þessi leki sé vegna framkvæmda við snjóflóðavarnargarðinn," segir Þorsteinn B. Bjarnason, íbúi á Siglufirði, sem berst við endurtekinn vatnsleka í húsi sínu sem stendur aðeins fáeina metra frá fæti nýbyggðs varnargarðs í hlíðinni fyrir ofan. Þorsteinn, kona hans og tvö börn, fjögurra og sjö ára, hafa nú í tvö ár öll sofið í einu herbergi á efri hæð húss síns á Hólavegi þar ekki er hægt að dvelja í svefnherbergjum í kjallara vegna vatnsleka hófst í september 2004. Þorsteinn segir fjölskylduna þess utan hafa verið í stórhættu á tímabili vegna grjótflugs úr garðinum. Bæjarsjóður samþykkti að kosta drenskurð við hús Þorsteins sem var grafinn í sumarlok í fyrra. Þorsteinn segir að þá hafi tekið fyrir lekann. Í maí á þessu ári fékk fjölskyldan 272 þúsund króna bætur vegna skemmda á gólfefnum og skápum. Nú í ágúst var lokið við að leggja nýtt parkett í kjallaranum og stefndi í að fjölskyldan gæti hafið eðlilegt líf. „Við vorum reiðubúin að flytja niður aftur úr þessu eina herbergi sem við höfum sofið í öll fjögur en tókum þá eftir því að í einu horninu var rakabóla og mygla. Ég reif upp hluta af parkettinu og þá kom í ljós að það er byrjað að seytla inn aftur í einu horninu," lýsir Þorsteinn. Fjölskyldan á Hólavegi hefur nú óskað eftir því við bæjaryfirvöld og Ofanflóðasjóð að málið verði leyst í eitt skipti fyrir öll. Bæjarstjórnin hefur ákveðið að kalla til hlutlausan aðila til að meta hvort ábyrgðin á tjóninu hvíli í raun á yfirvöldum. Í huga Þorsteins er hins vegar enginn vafi. „Þetta er ættaróðalið. Ég er fæddur hér. Það hefur aldrei verið leki í þessu húsi fyrr," segir hann. Þorsteinn segir kröfu sína einfaldlega þá að málið verði klárað. „Sé ekki hægt að gera við þetta þá förum við fram á að okkur verði hjálpað, eða útvegað jafnvel nýtt húsnæði. Við erum bara orðin mjög þreytt á þessu," segir Þorsteinn sem tekur þó fram að í raun sé snjóflóðavarnargarðurinn ágætur - fyrir utan staðsetninguna: „Garðurinn er góð vörn svo fremi sem hann skapar okkur ekki meiri hættu og framkvæmdirnar sjálfar flæmi okkur ekki úr húsinu. Það er svolítið kaldhæðnislegt að það er búið að verja okkur frá fjallinu en ekki frá sjálfu sköpunarverkinu."
Innlent Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira