Algjört bann við botnveiði órökstutt 24. nóvember 2006 03:30 Íslendingar eru mótfallnir því að banna algjörlega botnvörpuveiðar á úthöfunum. Umhverfisverndarsamtökin Greenpeace gagnrýna Einar K Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra harðlega fyrir að hafa komið í veg fyrir að tillaga um botnvörpubann hafi verið samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær. Einar segir að þetta sé ekki rétt. Íslendingar séu ekki einir þeirrar skoðunar að rangt sé að banna notkun botnvörpuveiðarfæra. „Við erum í hópi mjög öflugra þjóða sem eru sammála okkur í öllum aðalatriðum,“ segir Einar og nefnir Kínverja, Rússa og Kanadamenn. Hann segir að samstaða hafi einnig náðst í mörgum málum með Evrópusambandinu og að sjónarmið Íslendinga séu viðurkennd á alþjóðlegum vettvangi. „Við erum þeirrar skoðunar að það eigi ekki, af einhverjum trúarlegum ástæðum, að banna notkun tiltekinna veiðarfæra, heldur eigi einfaldlega að líta á hvert tilvik fyrir sig. Við bönnum togveiðar á viðkvæmum hafsvæðum og því teljum við einfaldlega að hugmyndir um algjört bann við botnvörpuveiðum á úthafinu sé tilefnislaust og algerlega órökstutt,“ segir Einar. Hann segir að niðurstaðan á þinginu hafi einfaldlega verið málamiðlun sem Íslendingar stóðu að. „Við gerum það keikir eins og aðrar þjóðir. Þótt Greenpeace eða einhver önnur álíka samtök hafi eitthvað við það að athuga breytir það engu um okkar afstöðu,“ segir Einar. Aðspurður segir hann Íslendinga hafa enga beina hagsmuni af veiðum á þessu svæði sem verið var að fjalla um á ráðstefnunni í New York. „Hér er hins vegar spurning um grundvallaratriði sem við viljum fylgja fast eftir því við óttumst að ef farið verður að gefa eftir á þessu sviði gagnvart órökstuddum kröfum munu þær rísa víðar, meðal annars á hafsvæðum þar sem við höfum beinna hagsmuna að gæta,“ segir hann. Að sögn Frode Pleym, talsmanni Greenpeace á Norðurlöndunum, er ástæða fyrir andstöðu samtakanna við botnvörpuveiðar sú að ekki hafi farið fram nægilegar rannsóknir á hafsbotninum. Alþjóðavísindasamfélagið sé á einu máli um það. „Þetta er mikið áfall. Íslendingar eyðilögðu gullið tækifæri til þess að koma á tímabundnu banni á botnvörpuveiðum á svæðum sem ekki eru nægilega vel rannsökuð,“ segir hann. Pleym bendir á að hálf milljón óþekktra tegunda lifi á hafsbotninum og þær séu í hættu vegna botnvörpuveiða. Innlent Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Umhverfisverndarsamtökin Greenpeace gagnrýna Einar K Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra harðlega fyrir að hafa komið í veg fyrir að tillaga um botnvörpubann hafi verið samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær. Einar segir að þetta sé ekki rétt. Íslendingar séu ekki einir þeirrar skoðunar að rangt sé að banna notkun botnvörpuveiðarfæra. „Við erum í hópi mjög öflugra þjóða sem eru sammála okkur í öllum aðalatriðum,“ segir Einar og nefnir Kínverja, Rússa og Kanadamenn. Hann segir að samstaða hafi einnig náðst í mörgum málum með Evrópusambandinu og að sjónarmið Íslendinga séu viðurkennd á alþjóðlegum vettvangi. „Við erum þeirrar skoðunar að það eigi ekki, af einhverjum trúarlegum ástæðum, að banna notkun tiltekinna veiðarfæra, heldur eigi einfaldlega að líta á hvert tilvik fyrir sig. Við bönnum togveiðar á viðkvæmum hafsvæðum og því teljum við einfaldlega að hugmyndir um algjört bann við botnvörpuveiðum á úthafinu sé tilefnislaust og algerlega órökstutt,“ segir Einar. Hann segir að niðurstaðan á þinginu hafi einfaldlega verið málamiðlun sem Íslendingar stóðu að. „Við gerum það keikir eins og aðrar þjóðir. Þótt Greenpeace eða einhver önnur álíka samtök hafi eitthvað við það að athuga breytir það engu um okkar afstöðu,“ segir Einar. Aðspurður segir hann Íslendinga hafa enga beina hagsmuni af veiðum á þessu svæði sem verið var að fjalla um á ráðstefnunni í New York. „Hér er hins vegar spurning um grundvallaratriði sem við viljum fylgja fast eftir því við óttumst að ef farið verður að gefa eftir á þessu sviði gagnvart órökstuddum kröfum munu þær rísa víðar, meðal annars á hafsvæðum þar sem við höfum beinna hagsmuna að gæta,“ segir hann. Að sögn Frode Pleym, talsmanni Greenpeace á Norðurlöndunum, er ástæða fyrir andstöðu samtakanna við botnvörpuveiðar sú að ekki hafi farið fram nægilegar rannsóknir á hafsbotninum. Alþjóðavísindasamfélagið sé á einu máli um það. „Þetta er mikið áfall. Íslendingar eyðilögðu gullið tækifæri til þess að koma á tímabundnu banni á botnvörpuveiðum á svæðum sem ekki eru nægilega vel rannsökuð,“ segir hann. Pleym bendir á að hálf milljón óþekktra tegunda lifi á hafsbotninum og þær séu í hættu vegna botnvörpuveiða.
Innlent Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira