Sjálfstæðisþingmenn óttast framboð Árna 24. nóvember 2006 06:30 Mikill ótti er meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins um að flokkurinn geti skaðast verði Árni Johnsen á lista í Suðurkjördæmi í kosningunum í vor. Árni hafnaði í öðru sæti í nýafstöðnu prófkjöri flokksins í kjördæminu. Málið hefur verið rætt á fundum þingflokksins og herma heimildir Fréttablaðsins að víðtæk og hörð andstaða sé meðal þingmanna við að flokkurinn bjóði Árna fram til Alþingis. Meta þeir stöðuna þannig að framboð hans kunni að draga úr stuðningi kjósenda við flokkinn um land allt. Telja þeir óánægjuna það mikla að um geti munað. Umræðan hefur komist á slíkt stig að þingmenn segja jafnvel farsælla að Árni bjóði fram sér í Suðurkjördæmi – þó hann höggvi í fylgi Sjálfstæðisflokksins þar – heldur en að hætta á að úr fylginu dragi í öllum kjördæmum. Áhyggjur af máli Árna kraumuðu lengi undir niðri en segja má að upp úr hafi soðið eftir að hann lýsti yfir að lögbrot þau sem hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm fyrir hafi verið tæknileg mistök. Eftir þá yfirlýsingu hafa tvenn opinber viðbrögð komið fram innan úr flokknum; annars vegar yfirlýsing Sambands ungra sjálfstæðismanna þar sem sett var ofan í við Árna og hins vegar orð Geirs H. Haarde flokksformanns í Morgunblaðinu. Sagði hann ummæli Árna mjög óheppileg og ekki rétta lýsingu á brotunum sem Árni var dæmdur fyrir. Þá hefur komið fram að fólk hafi sagt sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna máls Árna. Fréttablaðið hefur upplýsingar um að margir hafi lýst óánægju og áhyggum yfir Árna við forystumenn flokksins, ýmist bréflega eða í samtölum. Þá hefur blaðið upplýsingar um að Landssamband sjálfstæðiskvenna hafi í bígerð að senda formanninum erindi þar sem þungum áhyggjum af framboði Árna er lýst. Stjórn kjördæmisráðs Suðurkjördæmis gerir tillögu um framboðslista til kjördæmisþings. Viðmælendum Fréttablaðsins bar saman um að stjórninni væri ekki stætt á öðru en að gera tillögu um að Árni Johnsen skipi annað sætið, líkt og hann hlaut kosningu til í prófkjörinu. Eins og sakir standa sé það því undir honum sjálfum komið hvort hann verði í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum í vor. Innlent Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sjá meira
Mikill ótti er meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins um að flokkurinn geti skaðast verði Árni Johnsen á lista í Suðurkjördæmi í kosningunum í vor. Árni hafnaði í öðru sæti í nýafstöðnu prófkjöri flokksins í kjördæminu. Málið hefur verið rætt á fundum þingflokksins og herma heimildir Fréttablaðsins að víðtæk og hörð andstaða sé meðal þingmanna við að flokkurinn bjóði Árna fram til Alþingis. Meta þeir stöðuna þannig að framboð hans kunni að draga úr stuðningi kjósenda við flokkinn um land allt. Telja þeir óánægjuna það mikla að um geti munað. Umræðan hefur komist á slíkt stig að þingmenn segja jafnvel farsælla að Árni bjóði fram sér í Suðurkjördæmi – þó hann höggvi í fylgi Sjálfstæðisflokksins þar – heldur en að hætta á að úr fylginu dragi í öllum kjördæmum. Áhyggjur af máli Árna kraumuðu lengi undir niðri en segja má að upp úr hafi soðið eftir að hann lýsti yfir að lögbrot þau sem hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm fyrir hafi verið tæknileg mistök. Eftir þá yfirlýsingu hafa tvenn opinber viðbrögð komið fram innan úr flokknum; annars vegar yfirlýsing Sambands ungra sjálfstæðismanna þar sem sett var ofan í við Árna og hins vegar orð Geirs H. Haarde flokksformanns í Morgunblaðinu. Sagði hann ummæli Árna mjög óheppileg og ekki rétta lýsingu á brotunum sem Árni var dæmdur fyrir. Þá hefur komið fram að fólk hafi sagt sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna máls Árna. Fréttablaðið hefur upplýsingar um að margir hafi lýst óánægju og áhyggum yfir Árna við forystumenn flokksins, ýmist bréflega eða í samtölum. Þá hefur blaðið upplýsingar um að Landssamband sjálfstæðiskvenna hafi í bígerð að senda formanninum erindi þar sem þungum áhyggjum af framboði Árna er lýst. Stjórn kjördæmisráðs Suðurkjördæmis gerir tillögu um framboðslista til kjördæmisþings. Viðmælendum Fréttablaðsins bar saman um að stjórninni væri ekki stætt á öðru en að gera tillögu um að Árni Johnsen skipi annað sætið, líkt og hann hlaut kosningu til í prófkjörinu. Eins og sakir standa sé það því undir honum sjálfum komið hvort hann verði í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum í vor.
Innlent Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sjá meira