Kópavogur kaupir 863 hektara land 24. nóvember 2006 03:30 Uppbygging á Vatnsendajörðinni mun halda áfram. MYND/vilhelm „Þetta er framtíðarbyggingarland Kópavogs til margra ára," segir Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs Kópavogs. Bæjaryfirvöld í Kópavogi ætla að leita heimildar fyrir eignarnámi á 863 hekturum af Vatnsendajörðinni. Drög að samkomulagi um viðskiptin milli bæjarins og eiganda óðalsjarðarinnar Vatnsenda, Þorsteins Hjaltested, liggja fyrir en þar sem kvaðir heimila ekki að jörðin sé seld er eignarnámsleiðin farin. Þessi aðferð var einnig notuð þegar Kópavogsbær eignaðist aðra hluta jarðarinnar í áföngum. Samningsupphæðin er trúnaðarmál að svo stöddu en hún mun hlaupa á milljörðum króna. Kaupverðið verður að hluta greitt með peningum og að hluta með byggingarlóðum sem koma í hlut jarðeigandans. Í tillögu sem lá fyrir bæjarráði Kópavogs í gær sagði að taka ætti eignarnámi tvo reiti sem væru annars vegar 162 hektarar og hins vegar 111 hektarar. Að auki svokölluð upplönd Vatnsendajarðarinnar, samtals 590 hektara ofan Heiðmerkur. „Eignarnám þetta er nauðsynlegt vegna framþróunar sveitarfélagsins," segir í tillögunni sem bæjarráð vísaði í gær til bæjarstjórnar. Eftir viðskiptin mun nánast öll Vatnsendajörðin vera komin í eigu Kópavogs. Að sögn Ómars Stefánssonar verður aðeins lítill „kragi" við Elliðaárvatn áfram undir Vatnsendajörðinni. Eigendur húsa þar verða áfram um sinn leiguliðar hjá Þorsteini Hjaltested. „En það er bara tímaspursmál hvenær bærinn eignast þennan kraga líka," segir Ómar. „Þetta er hluti af því að við erum að taka yfir öll þau lönd sem eru innan bæjarmarkanna svo bærinn hafi eignarhald á því landi sem hann skipuleggur." Hafsteinn Karlsson, bæjarráðsfulltrúi Samfylkingarinnar, segist ekki hafa lýst afstöðu til væntanlegra viðskipta á bæjarráðsfundinum. „Við eigum eftir að reikna þetta út. Kannski er þetta mjög hagstæður samningur fyrir Kópavog," segir Hafsteinn. Þorsteinn Hjaltested segir að nýju svæðin verði skipulögð á sama hátt og fyrri svæði. „Það eina sem ég veit er að það verður tekið meira tillit til útivistar," segir Þorsteinn. Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
„Þetta er framtíðarbyggingarland Kópavogs til margra ára," segir Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs Kópavogs. Bæjaryfirvöld í Kópavogi ætla að leita heimildar fyrir eignarnámi á 863 hekturum af Vatnsendajörðinni. Drög að samkomulagi um viðskiptin milli bæjarins og eiganda óðalsjarðarinnar Vatnsenda, Þorsteins Hjaltested, liggja fyrir en þar sem kvaðir heimila ekki að jörðin sé seld er eignarnámsleiðin farin. Þessi aðferð var einnig notuð þegar Kópavogsbær eignaðist aðra hluta jarðarinnar í áföngum. Samningsupphæðin er trúnaðarmál að svo stöddu en hún mun hlaupa á milljörðum króna. Kaupverðið verður að hluta greitt með peningum og að hluta með byggingarlóðum sem koma í hlut jarðeigandans. Í tillögu sem lá fyrir bæjarráði Kópavogs í gær sagði að taka ætti eignarnámi tvo reiti sem væru annars vegar 162 hektarar og hins vegar 111 hektarar. Að auki svokölluð upplönd Vatnsendajarðarinnar, samtals 590 hektara ofan Heiðmerkur. „Eignarnám þetta er nauðsynlegt vegna framþróunar sveitarfélagsins," segir í tillögunni sem bæjarráð vísaði í gær til bæjarstjórnar. Eftir viðskiptin mun nánast öll Vatnsendajörðin vera komin í eigu Kópavogs. Að sögn Ómars Stefánssonar verður aðeins lítill „kragi" við Elliðaárvatn áfram undir Vatnsendajörðinni. Eigendur húsa þar verða áfram um sinn leiguliðar hjá Þorsteini Hjaltested. „En það er bara tímaspursmál hvenær bærinn eignast þennan kraga líka," segir Ómar. „Þetta er hluti af því að við erum að taka yfir öll þau lönd sem eru innan bæjarmarkanna svo bærinn hafi eignarhald á því landi sem hann skipuleggur." Hafsteinn Karlsson, bæjarráðsfulltrúi Samfylkingarinnar, segist ekki hafa lýst afstöðu til væntanlegra viðskipta á bæjarráðsfundinum. „Við eigum eftir að reikna þetta út. Kannski er þetta mjög hagstæður samningur fyrir Kópavog," segir Hafsteinn. Þorsteinn Hjaltested segir að nýju svæðin verði skipulögð á sama hátt og fyrri svæði. „Það eina sem ég veit er að það verður tekið meira tillit til útivistar," segir Þorsteinn.
Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira