Íslendingar vinna mest allra í Evrópu 24. nóvember 2006 01:45 Samkvæmt sérblaði sem enska blaðið The Economist gaf út þann 16. nóvember um horfur í stjórn- og efnahagsmálum árið 2007, er lýðræði næstmest á Íslandi af þeim 165 löndum í heiminum sem rannsökuð voru. Löndunum eru gefnar einkunnir út frá fimm þáttum: framkvæmd kosninga og fjölhyggju, virkni opinberrar stjórnsýslu, stjórnmálaþátttöku, pólitískri menningu og borgaralegum frelsisréttindum. Ísland fær einkunnina tíu í þremur þáttum, en 9.64 í virkni stjórnsýslu og 8,89 í stjórnmálaþátttöku, og endar með meðaleinkunnina 9,71 á lýðræðisstuðli The Economist. Svíþjóð er efst á listanum með einkunnina 9.88. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að tölurnar séu jákvæðar en þó geti Íslendingar gert betur á mörgum sviðum. Í niðurstöðunum vekur athygli hversu lítil stjórnmálaþátttaka er hér á landi miðað við þátttökuna í nokkrum öðrum löndum Evrópu, en í Svíþjóð, Noregi og Hollandi er stjórnmálaþátttakan meiri. Helgi segir að kosningaþátttaka á Íslandi sé mikil en að þátttaka borgaranna í starfi stjórnmálaflokka mætti vera meiri. „Íslendingar eru ekki virkir í starfi stjórnmálaflokka því þeir upplifa þá ekki sem lýðræðislegar stofnanir, heldur sem stofnanir þar sem ríkir formannaræði og hinn almenni flokksmaður hefur ekki mikið að segja um gang mála,“ segir Helgi og bætir því við að hægt sé að virkja Íslendinga til meiri þátttöku í stjórnmálastarfi. Í blaðinu kemur einnig fram að Íslendingar í fullri vinnu vinna langmest Evrópuþjóða, eða 47.1 klukkustund að meðaltali á viku. Grikkir eru í næsta sæti, vinna 44.3 klukkustundir á viku. Danir, Litháar og Norðmenn eru þær þjóðir sem vinna fæstar stundir að meðaltali í Evrópu: Danir 40.4, Litháar 39.5 og Norðmenn reka lestina í álfunni með 39.4 klukkustundir. Helgi segir að hægt sé að túlka þessa niðurstöðu á tvo vegu: annars vegar að Íslendingar þurfi að hafa meira fyrir lífsgæðum sínum en aðrar þjóðir og í öðru lagi að framleiðni á vinnustund sé ekki nægilega mikil hér á landi sem bendi til að skilvirkni og skipulagi á vinnustöðum sé ábótavant. Innlent Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Sjá meira
Samkvæmt sérblaði sem enska blaðið The Economist gaf út þann 16. nóvember um horfur í stjórn- og efnahagsmálum árið 2007, er lýðræði næstmest á Íslandi af þeim 165 löndum í heiminum sem rannsökuð voru. Löndunum eru gefnar einkunnir út frá fimm þáttum: framkvæmd kosninga og fjölhyggju, virkni opinberrar stjórnsýslu, stjórnmálaþátttöku, pólitískri menningu og borgaralegum frelsisréttindum. Ísland fær einkunnina tíu í þremur þáttum, en 9.64 í virkni stjórnsýslu og 8,89 í stjórnmálaþátttöku, og endar með meðaleinkunnina 9,71 á lýðræðisstuðli The Economist. Svíþjóð er efst á listanum með einkunnina 9.88. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að tölurnar séu jákvæðar en þó geti Íslendingar gert betur á mörgum sviðum. Í niðurstöðunum vekur athygli hversu lítil stjórnmálaþátttaka er hér á landi miðað við þátttökuna í nokkrum öðrum löndum Evrópu, en í Svíþjóð, Noregi og Hollandi er stjórnmálaþátttakan meiri. Helgi segir að kosningaþátttaka á Íslandi sé mikil en að þátttaka borgaranna í starfi stjórnmálaflokka mætti vera meiri. „Íslendingar eru ekki virkir í starfi stjórnmálaflokka því þeir upplifa þá ekki sem lýðræðislegar stofnanir, heldur sem stofnanir þar sem ríkir formannaræði og hinn almenni flokksmaður hefur ekki mikið að segja um gang mála,“ segir Helgi og bætir því við að hægt sé að virkja Íslendinga til meiri þátttöku í stjórnmálastarfi. Í blaðinu kemur einnig fram að Íslendingar í fullri vinnu vinna langmest Evrópuþjóða, eða 47.1 klukkustund að meðaltali á viku. Grikkir eru í næsta sæti, vinna 44.3 klukkustundir á viku. Danir, Litháar og Norðmenn eru þær þjóðir sem vinna fæstar stundir að meðaltali í Evrópu: Danir 40.4, Litháar 39.5 og Norðmenn reka lestina í álfunni með 39.4 klukkustundir. Helgi segir að hægt sé að túlka þessa niðurstöðu á tvo vegu: annars vegar að Íslendingar þurfi að hafa meira fyrir lífsgæðum sínum en aðrar þjóðir og í öðru lagi að framleiðni á vinnustund sé ekki nægilega mikil hér á landi sem bendi til að skilvirkni og skipulagi á vinnustöðum sé ábótavant.
Innlent Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Sjá meira