Kosta 280 milljónum í svæði varnarliðsins 24. nóvember 2006 02:30 Bráðabirgðasamkomulag var gert til að Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar gæti strax hafið eftirlit með eignum. MYND/heiða Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar tekur við umönnun og eftirliti eigna á varnarsvæðinu í dag samkvæmt bráðabirgðaþjónustusamningi við stjórnvöld. „Við gerum okkur síðan vonir um að geta klárað heildarþjónustusamninginn í næstu viku,“ segir Magnús Gunnarsson, formaður Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Ákveðið var að gera bráðabirgðaþjónustusamning til þess að félagið gæti strax byrjað að annast eftirlit með eignunum að sögn Magnúsar og fyrirbyggt annað óhapp eins og í seinustu viku þegar leki olli umtalsverðum skemmdum á eignum á svæðinu. „En fólk þarf að athuga að það voru innan við tíu prósent íbúða sem urðu þarna fyrir tjóni. Þetta eru innan við 70 íbúðir af um tvö þúsund. Það er ekki eins og allt svæðið hafi farið í rúst.“ Ekkert fordæmi er fyrir þjónustusamningi af þessu tagi og því tekur tíma að koma honum í framkvæmd að sögn Magnúsar. „Þjónustusamningurinn verður tvíþættur. Annars vegar munum við annast tæknilega umsjá með eignunum. Við munum rífa þær byggingar sem á að rífa og tryggja að hreinsun á svæðinu fari í gang eins og talað var um. Hins vegar munum við reyna að markaðssetja eignir í takt við þá hagsmunaaðila sem eru þarna á svæðinu.“ Tillaga um 280 milljóna króna tímabundið framlag til umsjónar varnarsvæðisins fyrrverandi við Keflavíkurflugvöll er lögð fram í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar. Kostnaðurinn er sagður felast meðal annars í umsýslu, viðhaldi, öryggisgæslu, umhirðu og öðrum húsnæðiskostnaði. Fjárveitingunni er einnig ætlað að standa undir kostnaði við þróun og umbreytingu á svæðinu. Fjárveitingin verður lækkuð þegar fasteignir á svæðinu verða settar í sjálfbær borgaraleg not að því er segir í álitinu. Af þessum 280 milljónum fara 167,5 milljónir til Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Afgangurinn, 112,5 milljónir, fara í rekstur og uppbyggingu á svokölluðu öryggissvæði á Keflavíkurflugvelli sem verður áfram varnarsvæði undir utanríkisráðuneytinu að sögn Péturs Ásgeirssonar, skrifstofustjóra í utanríkisráðuneytinu. „52,5 milljónir telststofnkostnaður sem er að einhverju leyti girðingar, aðgangsstýring, endurnýjun á rafkerfi á svæðinu og ýmis búnaður. Síðan fara 60 milljónir í rekstrarkostnað á svæðinu, á borð við hita, rafmagn og annað sem þar fellur undir.“ Pétur segir þessar 60 milljónir væntanlega ekki tímabundnar. „Þetta er sá rekstrarkostnaður sem við sjáum fyrir á næsta ári." Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar tekur við umönnun og eftirliti eigna á varnarsvæðinu í dag samkvæmt bráðabirgðaþjónustusamningi við stjórnvöld. „Við gerum okkur síðan vonir um að geta klárað heildarþjónustusamninginn í næstu viku,“ segir Magnús Gunnarsson, formaður Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Ákveðið var að gera bráðabirgðaþjónustusamning til þess að félagið gæti strax byrjað að annast eftirlit með eignunum að sögn Magnúsar og fyrirbyggt annað óhapp eins og í seinustu viku þegar leki olli umtalsverðum skemmdum á eignum á svæðinu. „En fólk þarf að athuga að það voru innan við tíu prósent íbúða sem urðu þarna fyrir tjóni. Þetta eru innan við 70 íbúðir af um tvö þúsund. Það er ekki eins og allt svæðið hafi farið í rúst.“ Ekkert fordæmi er fyrir þjónustusamningi af þessu tagi og því tekur tíma að koma honum í framkvæmd að sögn Magnúsar. „Þjónustusamningurinn verður tvíþættur. Annars vegar munum við annast tæknilega umsjá með eignunum. Við munum rífa þær byggingar sem á að rífa og tryggja að hreinsun á svæðinu fari í gang eins og talað var um. Hins vegar munum við reyna að markaðssetja eignir í takt við þá hagsmunaaðila sem eru þarna á svæðinu.“ Tillaga um 280 milljóna króna tímabundið framlag til umsjónar varnarsvæðisins fyrrverandi við Keflavíkurflugvöll er lögð fram í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar. Kostnaðurinn er sagður felast meðal annars í umsýslu, viðhaldi, öryggisgæslu, umhirðu og öðrum húsnæðiskostnaði. Fjárveitingunni er einnig ætlað að standa undir kostnaði við þróun og umbreytingu á svæðinu. Fjárveitingin verður lækkuð þegar fasteignir á svæðinu verða settar í sjálfbær borgaraleg not að því er segir í álitinu. Af þessum 280 milljónum fara 167,5 milljónir til Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Afgangurinn, 112,5 milljónir, fara í rekstur og uppbyggingu á svokölluðu öryggissvæði á Keflavíkurflugvelli sem verður áfram varnarsvæði undir utanríkisráðuneytinu að sögn Péturs Ásgeirssonar, skrifstofustjóra í utanríkisráðuneytinu. „52,5 milljónir telststofnkostnaður sem er að einhverju leyti girðingar, aðgangsstýring, endurnýjun á rafkerfi á svæðinu og ýmis búnaður. Síðan fara 60 milljónir í rekstrarkostnað á svæðinu, á borð við hita, rafmagn og annað sem þar fellur undir.“ Pétur segir þessar 60 milljónir væntanlega ekki tímabundnar. „Þetta er sá rekstrarkostnaður sem við sjáum fyrir á næsta ári."
Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent