Takmarkanir á kostun og auglýsingatekjum ræddar 28. nóvember 2006 06:45 Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri skjásins. Alþingi Menntamálanefnd Alþingis hefur rætt þrjár mögulegar breytingar á frumvarpi um Ríkisútvarpið, sem það stefnir á að senda frá sér á morgun að sögn Sigurðar Kára Kristjánssonar, formanns nefndarinnar: að takmarka eða setja þak á auglýsingasölu, að takmarka eða banna kostun dagskrárefnis og að banna, eða takmarka, birtingu auglýsinga á vef Ríkisútvarpsins. Þriðja tillaga nefndarinnar er breyting á 2. tölulið 11. mgr. frumvarpsins, en þar kemur fram að RÚV geti birt auglýsingar í útvarpi eða öðrum miðlum. Samkvæmt greininni myndi RÚV geta birt auglýsingar á vefsvæði sínu, en stofnuninni hefur verið meinað að gera það frá árinu 2003. Menntamálanefnd vill að svo verði áfram. Páll Magnússon útvarpsstjóri var kallaður á fund menntamálanefndar Alþingis í gærmorgun þar sem tillögur nefndarinnar voru ræddar. Hann segir ekki óeðlilegt að rætt sé hvort, og þá hvernig, beri að setja einhvers konar efri mörk á fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Ari Edwald, forstjóri 365, er hlynntur breytingum menntamálanefndar á frumvarpinu. Hann segir að fyrirtæki eins og 365 geti ekki búið við það án breytinga að ríkisfyrirtækið geti eytt meira en hálfum milljarði í fréttir og Kastljós, og geti einnig yfirboðið einkafyrirtæki við kaup á afþreyingar- og íþróttaefni. Hann segir að ef frumvarpið verður samþykkt óbreytt þurfi 365 að draga úr sinni þjónustu. „Ég hef gengið svo langt að segja að með þessu frumvarpi óbreyttu stefni ríkisstjórnin að því að koma á ríkiseinokun í fréttaflutningi í sjónvarpi,“ segir Ari. Þorsteinn Þorsteinsson, forstöðumaður markaðssviðs RÚV, segir að þrjátíu prósent af heildartekjum RÚV séu fengnar með sölu auglýsinga og kostana og að hlutdeild stofnunarinnar á auglýsingamarkaði sé um þrettán prósent. Hann telur að hlutdeild RÚV sé ekki það mikil að hún komi sér illa fyrir einkafyrirtæki á markaði. Hann telur að ef hlutdeild RÚV fer yfir til annarra fyrirtækja geti það jafnvel orsakað fábreytni á auglýsingamarkaði ljósvakamiðla. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjásins, er hlynntur breytingunum. „Það er einkennilegt hvernig ríkisstofnun eins og RÚV hefur fengið að þróast á auglýsingamarkaði, þrátt fyrir að þetta sé markaður þar sem einkafyrirtæki eru að keppa á,“ segir Magnús. Innlent Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
Alþingi Menntamálanefnd Alþingis hefur rætt þrjár mögulegar breytingar á frumvarpi um Ríkisútvarpið, sem það stefnir á að senda frá sér á morgun að sögn Sigurðar Kára Kristjánssonar, formanns nefndarinnar: að takmarka eða setja þak á auglýsingasölu, að takmarka eða banna kostun dagskrárefnis og að banna, eða takmarka, birtingu auglýsinga á vef Ríkisútvarpsins. Þriðja tillaga nefndarinnar er breyting á 2. tölulið 11. mgr. frumvarpsins, en þar kemur fram að RÚV geti birt auglýsingar í útvarpi eða öðrum miðlum. Samkvæmt greininni myndi RÚV geta birt auglýsingar á vefsvæði sínu, en stofnuninni hefur verið meinað að gera það frá árinu 2003. Menntamálanefnd vill að svo verði áfram. Páll Magnússon útvarpsstjóri var kallaður á fund menntamálanefndar Alþingis í gærmorgun þar sem tillögur nefndarinnar voru ræddar. Hann segir ekki óeðlilegt að rætt sé hvort, og þá hvernig, beri að setja einhvers konar efri mörk á fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Ari Edwald, forstjóri 365, er hlynntur breytingum menntamálanefndar á frumvarpinu. Hann segir að fyrirtæki eins og 365 geti ekki búið við það án breytinga að ríkisfyrirtækið geti eytt meira en hálfum milljarði í fréttir og Kastljós, og geti einnig yfirboðið einkafyrirtæki við kaup á afþreyingar- og íþróttaefni. Hann segir að ef frumvarpið verður samþykkt óbreytt þurfi 365 að draga úr sinni þjónustu. „Ég hef gengið svo langt að segja að með þessu frumvarpi óbreyttu stefni ríkisstjórnin að því að koma á ríkiseinokun í fréttaflutningi í sjónvarpi,“ segir Ari. Þorsteinn Þorsteinsson, forstöðumaður markaðssviðs RÚV, segir að þrjátíu prósent af heildartekjum RÚV séu fengnar með sölu auglýsinga og kostana og að hlutdeild stofnunarinnar á auglýsingamarkaði sé um þrettán prósent. Hann telur að hlutdeild RÚV sé ekki það mikil að hún komi sér illa fyrir einkafyrirtæki á markaði. Hann telur að ef hlutdeild RÚV fer yfir til annarra fyrirtækja geti það jafnvel orsakað fábreytni á auglýsingamarkaði ljósvakamiðla. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjásins, er hlynntur breytingunum. „Það er einkennilegt hvernig ríkisstofnun eins og RÚV hefur fengið að þróast á auglýsingamarkaði, þrátt fyrir að þetta sé markaður þar sem einkafyrirtæki eru að keppa á,“ segir Magnús.
Innlent Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira