Sími þingmanns var hleraður 28. nóvember 2006 07:00 Hannibal Valdimarsson Dómsúrskurður um að lögreglunni í Reykjavík væri leyfilegt að hlera síma Hannibals Valdimarssonar var kveðinn upp sunnudaginn 26. febrúar 1961, en þá sat Hannibal á þingi og naut því þinghelgi. Þetta kemur fram í gögnum sem Ólafur, sonur Hannibals, hefur fengið frá þjóðskjalaverði. Að sögn Ólafs var úrskurðurinn fenginn að beiðni dómsmálaráðuneytisins og Baldur Möller deildarstjóri skrifaði undir beiðnina fyrir hönd ráðuneytisins. Sakadómari, Valdimar Stefánsson, kom þann sama dag upp í ráðuneyti og kvað upp dómsúrskurð um að hlerun væri heimil á heimasíma Hannibals og vinnusíma hans hjá Alþýðusambandi Íslands, en Hannibal var forseti þess. Einnig var veitt heimild til hlerunar á símanúmerum annarra, en yfir þau hefur verið strikað. Annar af tveimur vottum að úrskurðinum var Sigurjón Sigurðsson, þáverandi lögreglustjóri. Dómsúrskurður Valdimars byggist á tveimur röksemdum. Að þeir sem hleraðir skuli, liggi undir grun um að vilja trufla starfsfrið Alþingis og að þeir séu grunaðir um að ógna öryggi ríkisins. Á þessum tíma var Hannibal annar af tveimur leiðtogum stjórnarandstöðunnar, búinn að sitja á þingi í hálfan annan áratug, eða síðan 1946. Hann hafði verið í ríkisstjórn skömmu áður, gegndi embætti félags- og heilbrigðismálaráðherra til ársloka 1958. Ekki fylgir upplýsingum þjóðskjalavarðar hversu lengi hleranirnar stóðu yfir né hver nýtti sér upplýsingar úr þeim. Ekki heldur hvað um þær varð. Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Dómsúrskurður um að lögreglunni í Reykjavík væri leyfilegt að hlera síma Hannibals Valdimarssonar var kveðinn upp sunnudaginn 26. febrúar 1961, en þá sat Hannibal á þingi og naut því þinghelgi. Þetta kemur fram í gögnum sem Ólafur, sonur Hannibals, hefur fengið frá þjóðskjalaverði. Að sögn Ólafs var úrskurðurinn fenginn að beiðni dómsmálaráðuneytisins og Baldur Möller deildarstjóri skrifaði undir beiðnina fyrir hönd ráðuneytisins. Sakadómari, Valdimar Stefánsson, kom þann sama dag upp í ráðuneyti og kvað upp dómsúrskurð um að hlerun væri heimil á heimasíma Hannibals og vinnusíma hans hjá Alþýðusambandi Íslands, en Hannibal var forseti þess. Einnig var veitt heimild til hlerunar á símanúmerum annarra, en yfir þau hefur verið strikað. Annar af tveimur vottum að úrskurðinum var Sigurjón Sigurðsson, þáverandi lögreglustjóri. Dómsúrskurður Valdimars byggist á tveimur röksemdum. Að þeir sem hleraðir skuli, liggi undir grun um að vilja trufla starfsfrið Alþingis og að þeir séu grunaðir um að ógna öryggi ríkisins. Á þessum tíma var Hannibal annar af tveimur leiðtogum stjórnarandstöðunnar, búinn að sitja á þingi í hálfan annan áratug, eða síðan 1946. Hann hafði verið í ríkisstjórn skömmu áður, gegndi embætti félags- og heilbrigðismálaráðherra til ársloka 1958. Ekki fylgir upplýsingum þjóðskjalavarðar hversu lengi hleranirnar stóðu yfir né hver nýtti sér upplýsingar úr þeim. Ekki heldur hvað um þær varð.
Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira