Gaman að teika 29. nóvember 2006 06:30 Þessi pistill er ekki við hæfi barna og gjalda ber varhug við þeim glæfrum sem í honum er lýst. Ég ætla að gera játningu. Ég hef stundað það að teika. Hér á árum áður var það mikið sport hjá okkur strákunum að hanga aftan í bílum eða teika eins og það var kallað. Þetta var á þeim árum að bíltúrar voru stórkostlegt sport. Bílar ekki í allra eigu og Þingvallahringurinn var stórkostlegt ævintýri svo ekki sé talað um þá paradís sem Eden í Hveragerði var. Ég reyndar fetaði einu sinni í fótspor hinna fyrstu með óknyttum og var vísað úr paradís. Þó ekki að eilífu. Teik er hættulegt sport þar sem blautir ullarvettlingar gátu orðið manni hættulegir þegar þeir mættu frosnum stuðurum. Nú er varla lengur hægt að teika. Gróðurhúsaáhrif og vel saltaðar götur sjá til þess. Enda kannski eins gott því þetta var varasöm iðja. Leikir barna búa þau undir lífið og ég er ekki frá því að teikið hafi kennt manni eitt og annað. Maður á aldrei að teika bíla sem er ekið af köllum sem eru stórir og fljótir að hlaupa. Ekki var heldur gott að festast við bílinn. Maður verður að geta sleppt af sjálfsdáðum. Þetta hefur nýst mér vel. Ég nota þetta oft í fjárfestingum. Ef maður heldur sig við líkinguna þá eru stóru kallarnir sem eru fljótir að hlaupa, þeir sem hafa aðra hagsmuni en maður sjálfur. Þá teikar maður ekki. Svo er hitt að átta sig á að þegar maður er kominn nógu langt þá sleppir maður. Blautir vettlingar eru þá hin sálfræðilega hindrun sem margir glíma við þegar þeir tíma ekki að selja. Ég á ekki við þann vanda að glíma. Enginn vettlingatök hjá mér. Ég hef teikað nánast alla stóru fjárfestana, Bjöggana, Baug, Kaupþing, Bakkabræður, Þórð í Straumi, FL Group og svo mætti lengi telja. Sumar salibunurnar hafa verið einkar skemmtilegar, í öðrum hefur maður lent á bráðnun kringum ræsi og kastast af. Frá þessu hef ég komist slysalaust og með góðum árangri svo maður hæli sér svolítið. Mér finnst verst að hafa ekki teikað Bjögga full force í Tékkó, en það var ekki tækifæri til þess, nema náttúrlega í gegnum Lansann og Straum. Maður er náttúrlega alltaf með eggin sín í annarra hreiðrum, því maður er bæði gaukur og teikari. Spákaupmaðurinn á horninu Markaðir Spákaupmaðurinn Viðskipti Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Þessi pistill er ekki við hæfi barna og gjalda ber varhug við þeim glæfrum sem í honum er lýst. Ég ætla að gera játningu. Ég hef stundað það að teika. Hér á árum áður var það mikið sport hjá okkur strákunum að hanga aftan í bílum eða teika eins og það var kallað. Þetta var á þeim árum að bíltúrar voru stórkostlegt sport. Bílar ekki í allra eigu og Þingvallahringurinn var stórkostlegt ævintýri svo ekki sé talað um þá paradís sem Eden í Hveragerði var. Ég reyndar fetaði einu sinni í fótspor hinna fyrstu með óknyttum og var vísað úr paradís. Þó ekki að eilífu. Teik er hættulegt sport þar sem blautir ullarvettlingar gátu orðið manni hættulegir þegar þeir mættu frosnum stuðurum. Nú er varla lengur hægt að teika. Gróðurhúsaáhrif og vel saltaðar götur sjá til þess. Enda kannski eins gott því þetta var varasöm iðja. Leikir barna búa þau undir lífið og ég er ekki frá því að teikið hafi kennt manni eitt og annað. Maður á aldrei að teika bíla sem er ekið af köllum sem eru stórir og fljótir að hlaupa. Ekki var heldur gott að festast við bílinn. Maður verður að geta sleppt af sjálfsdáðum. Þetta hefur nýst mér vel. Ég nota þetta oft í fjárfestingum. Ef maður heldur sig við líkinguna þá eru stóru kallarnir sem eru fljótir að hlaupa, þeir sem hafa aðra hagsmuni en maður sjálfur. Þá teikar maður ekki. Svo er hitt að átta sig á að þegar maður er kominn nógu langt þá sleppir maður. Blautir vettlingar eru þá hin sálfræðilega hindrun sem margir glíma við þegar þeir tíma ekki að selja. Ég á ekki við þann vanda að glíma. Enginn vettlingatök hjá mér. Ég hef teikað nánast alla stóru fjárfestana, Bjöggana, Baug, Kaupþing, Bakkabræður, Þórð í Straumi, FL Group og svo mætti lengi telja. Sumar salibunurnar hafa verið einkar skemmtilegar, í öðrum hefur maður lent á bráðnun kringum ræsi og kastast af. Frá þessu hef ég komist slysalaust og með góðum árangri svo maður hæli sér svolítið. Mér finnst verst að hafa ekki teikað Bjögga full force í Tékkó, en það var ekki tækifæri til þess, nema náttúrlega í gegnum Lansann og Straum. Maður er náttúrlega alltaf með eggin sín í annarra hreiðrum, því maður er bæði gaukur og teikari. Spákaupmaðurinn á horninu
Markaðir Spákaupmaðurinn Viðskipti Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira