Ferð til Íslands í brúðkaupsgjöf 30. nóvember 2006 06:00 Hakan og Aylin eru ritstjórar tímaritsins Bant í Tyrklandi, en þau fengu heldur óhefðbundna brúðkaupsgjöf. 35 vinir þeirra lögðu í púkk og gáfu þeim ferð til Íslands. „Við héldum veislu á veitingastað í Istanbúl til að þakka þeim fyrir, og hengdum íslenska fánann á vegginn," segja hin nýbökuðu hjón þar sem þau sitja á hótelinu Klöpp á Klapparstíg. Þau eru þó ekki eingöngu hér til að skemmta sér, því þau nýta fríið til að taka viðtöl við íslenska tónlistarmenn eins og Dr. Gunna og Örvar úr múm. „Þetta er yfirleitt svona hjá okkur, við höfum farið saman til Barcelona og Stokkhólms og notuðum þá tækifærið til að tala við þarlenda tónlistarmenn. En manni líður aldrei eins og þetta sé vinna, þvert á móti er þetta góð leið til að kynnast fólki," segir Aylin. „Við giftum okkur fyrir þremur vikum síðan, en vinirnir pössuðu upp á að panta ekki ferðina fyrr en blaðið var komið í prentun. Daginn eftir brúðkaupið þurftum við að mæta til vinnu," segir Hakan. Þau unnu áður hjá fyrirtækinu Merkez Dergi, sem gefur út fjöldamörg blöð, meðal annars Cosmopolitan á tyrknesku, en stofnuðu fyrir tveimur árum síðan tímaritið Bent. „Okkur langaði til að gera eitthvað þar sem við sjálf réðum ferðinni. Í fyrstu lögðu vinir okkar til greinar, en nú erum við farin að geta borgað fólki og erum einnig með útvarpsþátt og höldum tónleika. Þetta er allsherjar lífsstílsblað, en við leggjum áherslu á að kynna listafólk og tónlistarmenn sem ekki er fjallað um annars staðar. Það er mikil gróska í Istanbúl þótt plötufyrirtækin sinni henni illa og gefi helst út iðnaðarpopp." En hvers vegna, ber mér skylda til að spyrja, Ísland? „Það var annaðhvort Brasilía eða Ísland," svarar Hakan. Jú, annaðhvort hlaut það að vera. „Ég hef mikinn áhuga á norðurslóðum og hef horft á íslenskar bíómyndir eins og Cold Fever, 101 Reykjavík og Nóa albínóa, og langaði til að sjá öll litlu húsin," segir Aylin. Nýbakaður eiginmaðurinn hefur meiri áhuga á tónlist. „Það hljómar klént, en ég hef hlustað mikið á Björk og hún hefur dregið upp ákveðna mynd af Íslandi sem er heillandi en kannski aðeins að hluta til rétt. Hún spilaði á djasshátíð í Istanbúl fyrir tíu árum síðan en það hefði verið gaman að sjá hana hér með Sykurmolunum. Svo hlusta ég einnig á Sigurrós og múm." Hjónin verða hér í rúma viku og ætla að fara í sund, sjá Gullfoss og Geysi og svo að sjálfsögðu skoða sig um í plötubúðum. „Smekkleysubúðin og 12 Tónar eru mjög skemmtilegar búðir, en geisladiskar hér eru dýrir. Ég keypti þrjá geisladiska í gær en hefði fengið tíu á sama verði heima," segir Aylin. Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Hakan og Aylin eru ritstjórar tímaritsins Bant í Tyrklandi, en þau fengu heldur óhefðbundna brúðkaupsgjöf. 35 vinir þeirra lögðu í púkk og gáfu þeim ferð til Íslands. „Við héldum veislu á veitingastað í Istanbúl til að þakka þeim fyrir, og hengdum íslenska fánann á vegginn," segja hin nýbökuðu hjón þar sem þau sitja á hótelinu Klöpp á Klapparstíg. Þau eru þó ekki eingöngu hér til að skemmta sér, því þau nýta fríið til að taka viðtöl við íslenska tónlistarmenn eins og Dr. Gunna og Örvar úr múm. „Þetta er yfirleitt svona hjá okkur, við höfum farið saman til Barcelona og Stokkhólms og notuðum þá tækifærið til að tala við þarlenda tónlistarmenn. En manni líður aldrei eins og þetta sé vinna, þvert á móti er þetta góð leið til að kynnast fólki," segir Aylin. „Við giftum okkur fyrir þremur vikum síðan, en vinirnir pössuðu upp á að panta ekki ferðina fyrr en blaðið var komið í prentun. Daginn eftir brúðkaupið þurftum við að mæta til vinnu," segir Hakan. Þau unnu áður hjá fyrirtækinu Merkez Dergi, sem gefur út fjöldamörg blöð, meðal annars Cosmopolitan á tyrknesku, en stofnuðu fyrir tveimur árum síðan tímaritið Bent. „Okkur langaði til að gera eitthvað þar sem við sjálf réðum ferðinni. Í fyrstu lögðu vinir okkar til greinar, en nú erum við farin að geta borgað fólki og erum einnig með útvarpsþátt og höldum tónleika. Þetta er allsherjar lífsstílsblað, en við leggjum áherslu á að kynna listafólk og tónlistarmenn sem ekki er fjallað um annars staðar. Það er mikil gróska í Istanbúl þótt plötufyrirtækin sinni henni illa og gefi helst út iðnaðarpopp." En hvers vegna, ber mér skylda til að spyrja, Ísland? „Það var annaðhvort Brasilía eða Ísland," svarar Hakan. Jú, annaðhvort hlaut það að vera. „Ég hef mikinn áhuga á norðurslóðum og hef horft á íslenskar bíómyndir eins og Cold Fever, 101 Reykjavík og Nóa albínóa, og langaði til að sjá öll litlu húsin," segir Aylin. Nýbakaður eiginmaðurinn hefur meiri áhuga á tónlist. „Það hljómar klént, en ég hef hlustað mikið á Björk og hún hefur dregið upp ákveðna mynd af Íslandi sem er heillandi en kannski aðeins að hluta til rétt. Hún spilaði á djasshátíð í Istanbúl fyrir tíu árum síðan en það hefði verið gaman að sjá hana hér með Sykurmolunum. Svo hlusta ég einnig á Sigurrós og múm." Hjónin verða hér í rúma viku og ætla að fara í sund, sjá Gullfoss og Geysi og svo að sjálfsögðu skoða sig um í plötubúðum. „Smekkleysubúðin og 12 Tónar eru mjög skemmtilegar búðir, en geisladiskar hér eru dýrir. Ég keypti þrjá geisladiska í gær en hefði fengið tíu á sama verði heima," segir Aylin.
Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira