Ætluðu að stela 300 kílóa hraðbanka 30. nóvember 2006 06:45 Tveir menn gerðu vonlitla tilraun til að stela 300 kílóa hraðbanka úr útibúi Landsbankans að Kletthálsi í gærmorgun. MYND/Vilhelm Tveir karlmenn reyndu að stela þrjú hundruð kílóa hraðbanka úr útibúi Landsbankans að Kletthálsi í Reykjavík á miðvikudagsmorgun. Mennirnir losuðu hraðbankann, mjökuðu honum að hurð bankans og veltu honum á hliðina. Öryggiskerfi bankans fór í gang og tóku myndavélar í anddyrinu aðfarirnar upp á myndband. Þegar öryggisvörður kom á vettvang lá hraðbankinn í dyragættinni en mennirnir höfðu hypjað sig. Öryggisvörðurinn gerði lögreglunni viðvart laust fyrir klukkan átta og kom hún á vettvang og rannsakaði vegsummerki eftir ránstilraunina. Mennirnir voru ekki með nein verkfæri þegar þeir reyndu að fremja ránið og bendir það til að um skyndiákvörðun hafi verið að ræða. Haukur Þór Haraldsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landsbankans, segir að mennirnir hafi líklega ekki áttað sig almennilega á því hvað þeir voru að gera; að þeir væru í beinni útsendingu meðan þeir böðluðust á hraðbankanum. „Ef þeir hefðu litið upp og séð myndavélina þá hefðu þeir áttað sig á því að þetta var vonlaus tilraun," segir Haukur og bætir því við að hraðbankar í landinu hafi yfirleitt verið látnir í friði. Að sögn Hauks var hraðbankinn illa festur, hann var ekki boltaður niður í gólfið, sem venjulega er gert til að festa slíka hraðbanka. Ástæðan er sú að það er hiti í flísunum í anddyri útibúsins sem gerir það ómögulegt að festa hraðbankann með boltum því þeir eyðileggi hitamottuna undir flísunum. „Í þessu tilfelli var hraðbankinn festur með lélegustu festingunum okkar." Haukur segir að hugsanlega hafi tæknibúnaður inni í hraðbankanum skemmst en að líklega sé ekki um mikið tjón að ræða fyrir bankann. Starfsmaður lögreglunnar í Reykjavík segir að ekki sé gáfulegt að stela slíkum hraðbönkum því yfirleitt séu ekki miklir peningar í þeim. Hann segist eingöngu muna eftir einu slíku ráni. Það átti sér stað í anddyri Kennaraháskólans fyrir nokkrum árum. Þá náðu þjófar að nema hraðbanka á brott og gómaði lögreglan mennina og var hraðbankinn í bíl þeirra. Lögreglan rannsakar nú ránstilraunina og býst við því að handtaka þjófana fljótlega ef þeir gefa sig þá ekki fram áður. Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Tveir karlmenn reyndu að stela þrjú hundruð kílóa hraðbanka úr útibúi Landsbankans að Kletthálsi í Reykjavík á miðvikudagsmorgun. Mennirnir losuðu hraðbankann, mjökuðu honum að hurð bankans og veltu honum á hliðina. Öryggiskerfi bankans fór í gang og tóku myndavélar í anddyrinu aðfarirnar upp á myndband. Þegar öryggisvörður kom á vettvang lá hraðbankinn í dyragættinni en mennirnir höfðu hypjað sig. Öryggisvörðurinn gerði lögreglunni viðvart laust fyrir klukkan átta og kom hún á vettvang og rannsakaði vegsummerki eftir ránstilraunina. Mennirnir voru ekki með nein verkfæri þegar þeir reyndu að fremja ránið og bendir það til að um skyndiákvörðun hafi verið að ræða. Haukur Þór Haraldsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landsbankans, segir að mennirnir hafi líklega ekki áttað sig almennilega á því hvað þeir voru að gera; að þeir væru í beinni útsendingu meðan þeir böðluðust á hraðbankanum. „Ef þeir hefðu litið upp og séð myndavélina þá hefðu þeir áttað sig á því að þetta var vonlaus tilraun," segir Haukur og bætir því við að hraðbankar í landinu hafi yfirleitt verið látnir í friði. Að sögn Hauks var hraðbankinn illa festur, hann var ekki boltaður niður í gólfið, sem venjulega er gert til að festa slíka hraðbanka. Ástæðan er sú að það er hiti í flísunum í anddyri útibúsins sem gerir það ómögulegt að festa hraðbankann með boltum því þeir eyðileggi hitamottuna undir flísunum. „Í þessu tilfelli var hraðbankinn festur með lélegustu festingunum okkar." Haukur segir að hugsanlega hafi tæknibúnaður inni í hraðbankanum skemmst en að líklega sé ekki um mikið tjón að ræða fyrir bankann. Starfsmaður lögreglunnar í Reykjavík segir að ekki sé gáfulegt að stela slíkum hraðbönkum því yfirleitt séu ekki miklir peningar í þeim. Hann segist eingöngu muna eftir einu slíku ráni. Það átti sér stað í anddyri Kennaraháskólans fyrir nokkrum árum. Þá náðu þjófar að nema hraðbanka á brott og gómaði lögreglan mennina og var hraðbankinn í bíl þeirra. Lögreglan rannsakar nú ránstilraunina og býst við því að handtaka þjófana fljótlega ef þeir gefa sig þá ekki fram áður.
Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira