Spákaupmaðurinn: Rífur sig upp úr þunglyndi 6. desember 2006 00:01 Aldrei hefði ég trúað því að maður gæti orðið jafn þungur og forn í skapi í byrjun desember. Hef varla getað drattast úr bælinu á morgnana. Hingað til hef ég getað kastað út hvaða neti sem er í desember og fangað óteljandi golþorska í formi hækkandi hlutabréfa. Desember er líka jólamánuðurinn í hlutabréfunum. En nú ber svo við að ég hef aðallega verið að selja hlutabréf síðustu vikurnar og setja þá á hliðarlínuna. Ég fór því að spyrja mig hvort ég kynni að hafa blindast af stemningsleysinu og sólarleysinu í nóvember. Kannski voru menn bara að ná andanum eftir hækkanirnar í september og október? Já, auðvitað var ég ekki einn um það að vera fullur af bölsýni því það voru bara allir í þunglyndiskasti. Ég ákvað því að rífa mig upp úr volæðinu í gær; keypti mér jólaöl, gott hangilæri og bréf í Icelandair Group Það þarf ekki mikla reynslu til að sjá að útboð eru ávísun á skammtímagróða jafnvel þótt Lansinn hafi mælt með kaupum til langtíma. Þetta ætti að vera „safe bet“ vegna duldu eignanna í flugvélunum. Halda menn virkilega að Finnur Ingólfsson fari fyrir fjárfestum sem kaupi köttinn í sekknum? Svo kemur líka í ljós að Glitnir (og þar með FL) á bara töluvert í Icelandair eftir allt saman. Ég keypti í ríkisbönkunum, Kaupþingi, Össuri, Mosaic, Opnum kerfum, Exista, Bakkavör og græddi á öllu nema Íslenska járnblendifélaginu og Talenta-Hátækni en þau bréf runnu til allrar hamingju inn í Íshug og síðar Straum. En auðvitað verður maður líka að líta yfir farinn veg og muna að þetta ár hefur verið óvenju einkennilegt. Miklar sveiflur og geðshræringar í kringum bankana. Ég slapp reyndar við leiðindin í sumar, enda alltaf í veiði. Og við erum bara að horfa fram á fimmtán prósenta ávöxtun í ár sem hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar. En auðvitað er bjartsýnin dyggð í spákaupmennsku og lykillinn að góðum árangri mínum í gegnum tíðina. Ég spái því að næsta ár verði betra en þetta og bara spurning hvenær Kaupþing, Exista og hin fjármálafyrirtækin fari almennilega í gang. Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Aldrei hefði ég trúað því að maður gæti orðið jafn þungur og forn í skapi í byrjun desember. Hef varla getað drattast úr bælinu á morgnana. Hingað til hef ég getað kastað út hvaða neti sem er í desember og fangað óteljandi golþorska í formi hækkandi hlutabréfa. Desember er líka jólamánuðurinn í hlutabréfunum. En nú ber svo við að ég hef aðallega verið að selja hlutabréf síðustu vikurnar og setja þá á hliðarlínuna. Ég fór því að spyrja mig hvort ég kynni að hafa blindast af stemningsleysinu og sólarleysinu í nóvember. Kannski voru menn bara að ná andanum eftir hækkanirnar í september og október? Já, auðvitað var ég ekki einn um það að vera fullur af bölsýni því það voru bara allir í þunglyndiskasti. Ég ákvað því að rífa mig upp úr volæðinu í gær; keypti mér jólaöl, gott hangilæri og bréf í Icelandair Group Það þarf ekki mikla reynslu til að sjá að útboð eru ávísun á skammtímagróða jafnvel þótt Lansinn hafi mælt með kaupum til langtíma. Þetta ætti að vera „safe bet“ vegna duldu eignanna í flugvélunum. Halda menn virkilega að Finnur Ingólfsson fari fyrir fjárfestum sem kaupi köttinn í sekknum? Svo kemur líka í ljós að Glitnir (og þar með FL) á bara töluvert í Icelandair eftir allt saman. Ég keypti í ríkisbönkunum, Kaupþingi, Össuri, Mosaic, Opnum kerfum, Exista, Bakkavör og græddi á öllu nema Íslenska járnblendifélaginu og Talenta-Hátækni en þau bréf runnu til allrar hamingju inn í Íshug og síðar Straum. En auðvitað verður maður líka að líta yfir farinn veg og muna að þetta ár hefur verið óvenju einkennilegt. Miklar sveiflur og geðshræringar í kringum bankana. Ég slapp reyndar við leiðindin í sumar, enda alltaf í veiði. Og við erum bara að horfa fram á fimmtán prósenta ávöxtun í ár sem hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar. En auðvitað er bjartsýnin dyggð í spákaupmennsku og lykillinn að góðum árangri mínum í gegnum tíðina. Ég spái því að næsta ár verði betra en þetta og bara spurning hvenær Kaupþing, Exista og hin fjármálafyrirtækin fari almennilega í gang.
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira