Viðskipti innlent

Ef að fjandans ellin köld

Konungur dansks viðskiptalífs er án efa skipakóngurinn Arnold Mærsk Mc-Kinney Møller sem byggði upp stórveldi í Danaveldi. Sá gamli fæddist 1913 og því kominn á tíræðisaldur.

Eins og stundum vill verða fá slíkir sigurvegarar aðkenningu að því sem kalla má ódauðleikatilfinningu. Hjá hinum aldna Dana birtist þetta í því að hann hefur nýverið fest kaup á lúxussnekkju til að komast frá erli hvunndagsins. Sem væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að afhendingartími hennar er þrjú ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×