Fjármagna nágrannana 20. desember 2006 00:01 Ég er búinn að kaupa jólagjafirnar fyrir gróðann af 365 og svo bakaði ég smákökur á sunnudaginn. Hef ekki klikkað á því svo árum skiptir, enda tekur maður því alltaf fremur rólega í desember og lætur aurana vinna fyrir sig. Desember og jólin eru tími sem maður á að nota til hugleiðinga. Ekki bara um inntak og tilgang lífsins, heldur til þess að velta fyrir sér hvað næsta ár beri í skauti sér. Næsta ár verður fjörugt hjá þeim stóru. Bankarnir verða á fullri ferð, en á innanlandsmarkaði verður leiðinlegra. Nokkur gjaldþrot og almenn svartsýni gæti farið að birtast í spilunum þegar líða tekur á árið. Ég ætla að vera með fullt af peningum á skammtímavöxtum Seðlabankans framan af ári. 14 prósent stýrivextir og nánast engin verðbólga eru ekki slæm kjör. Maður fær varla betri vexti annars staðar. Til hvers líka að vera að fjármagna uppbyggingu fyrirtækja landsins þegar maður fær betri kjör og minni óvissu með því göfuga hlutverki að fjármagna yfirdráttinn hjá nágrönnunum. Jæja, maður er nú það mikill „player“ í sér að maður lætur nú sennilega ekki allt á peningamarkaðsreikninginn. Maður verður að vera með. Þá er náttúrlega að velja hvaða félög eiga eftir að gera spennandi hluti á árinu. Bankarnir eru fyrsta val. Kaupþing fer örugglega á fullt á næsta ári. FL er með gríðarlega fjárfestingagetu og ekki spurning að það verður mikið að gerast í kringum þá á næstunni. Glitnir tekur örugglega nokkar stóra díla með þann hluthafahóp sem þeir eru komnir með og auk þess sem forvitnilegt verður að fylgjast með uppbyggingu langtímamarkmiða í syllubisnessnum þeirra. Lansinn er farinn að njóta tengsla við verðbréfasjoppurnar sínar og svo gengur honum ótrúlega vel að ná til sín breskum sparifjáreigendum. Svo er það Straumur. Ég held að Straumur verði spennandi þegar líða tekur á árið. Ég held að innan bankans sé verið að vinna spennandi plan sem á eftir að líta dagsins ljós þegar líða tekur á seinnihluta næsta árs. Það er friður í Straumi núna og lendingin var eins góð og hugsast gat eftir átökin í sumar. FL og Bjöggi sáttir við niðurstöðuna og allir í stuði. Bjöggi er klárlega með „game-plan“ fyrir Straum. Hann er alltaf með „game-plan“ og ég held að það verði talsverðra tíðinda að vænta á árinu og breytingar verði á strúktúrnum hjá bankanum og hröð uppbygging á Norðurlöndum. Þetta er mín áramótaspá og þó ég sé ekki skyggn, þá er ég heldur ekki glámskyggn. Hverjir giftast, skilja eða eignast börn er ekki í mínum kaffibolla og ég læt völvu Vikunnar um það. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Ég er búinn að kaupa jólagjafirnar fyrir gróðann af 365 og svo bakaði ég smákökur á sunnudaginn. Hef ekki klikkað á því svo árum skiptir, enda tekur maður því alltaf fremur rólega í desember og lætur aurana vinna fyrir sig. Desember og jólin eru tími sem maður á að nota til hugleiðinga. Ekki bara um inntak og tilgang lífsins, heldur til þess að velta fyrir sér hvað næsta ár beri í skauti sér. Næsta ár verður fjörugt hjá þeim stóru. Bankarnir verða á fullri ferð, en á innanlandsmarkaði verður leiðinlegra. Nokkur gjaldþrot og almenn svartsýni gæti farið að birtast í spilunum þegar líða tekur á árið. Ég ætla að vera með fullt af peningum á skammtímavöxtum Seðlabankans framan af ári. 14 prósent stýrivextir og nánast engin verðbólga eru ekki slæm kjör. Maður fær varla betri vexti annars staðar. Til hvers líka að vera að fjármagna uppbyggingu fyrirtækja landsins þegar maður fær betri kjör og minni óvissu með því göfuga hlutverki að fjármagna yfirdráttinn hjá nágrönnunum. Jæja, maður er nú það mikill „player“ í sér að maður lætur nú sennilega ekki allt á peningamarkaðsreikninginn. Maður verður að vera með. Þá er náttúrlega að velja hvaða félög eiga eftir að gera spennandi hluti á árinu. Bankarnir eru fyrsta val. Kaupþing fer örugglega á fullt á næsta ári. FL er með gríðarlega fjárfestingagetu og ekki spurning að það verður mikið að gerast í kringum þá á næstunni. Glitnir tekur örugglega nokkar stóra díla með þann hluthafahóp sem þeir eru komnir með og auk þess sem forvitnilegt verður að fylgjast með uppbyggingu langtímamarkmiða í syllubisnessnum þeirra. Lansinn er farinn að njóta tengsla við verðbréfasjoppurnar sínar og svo gengur honum ótrúlega vel að ná til sín breskum sparifjáreigendum. Svo er það Straumur. Ég held að Straumur verði spennandi þegar líða tekur á árið. Ég held að innan bankans sé verið að vinna spennandi plan sem á eftir að líta dagsins ljós þegar líða tekur á seinnihluta næsta árs. Það er friður í Straumi núna og lendingin var eins góð og hugsast gat eftir átökin í sumar. FL og Bjöggi sáttir við niðurstöðuna og allir í stuði. Bjöggi er klárlega með „game-plan“ fyrir Straum. Hann er alltaf með „game-plan“ og ég held að það verði talsverðra tíðinda að vænta á árinu og breytingar verði á strúktúrnum hjá bankanum og hröð uppbygging á Norðurlöndum. Þetta er mín áramótaspá og þó ég sé ekki skyggn, þá er ég heldur ekki glámskyggn. Hverjir giftast, skilja eða eignast börn er ekki í mínum kaffibolla og ég læt völvu Vikunnar um það. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira