Fjármagna nágrannana 20. desember 2006 00:01 Ég er búinn að kaupa jólagjafirnar fyrir gróðann af 365 og svo bakaði ég smákökur á sunnudaginn. Hef ekki klikkað á því svo árum skiptir, enda tekur maður því alltaf fremur rólega í desember og lætur aurana vinna fyrir sig. Desember og jólin eru tími sem maður á að nota til hugleiðinga. Ekki bara um inntak og tilgang lífsins, heldur til þess að velta fyrir sér hvað næsta ár beri í skauti sér. Næsta ár verður fjörugt hjá þeim stóru. Bankarnir verða á fullri ferð, en á innanlandsmarkaði verður leiðinlegra. Nokkur gjaldþrot og almenn svartsýni gæti farið að birtast í spilunum þegar líða tekur á árið. Ég ætla að vera með fullt af peningum á skammtímavöxtum Seðlabankans framan af ári. 14 prósent stýrivextir og nánast engin verðbólga eru ekki slæm kjör. Maður fær varla betri vexti annars staðar. Til hvers líka að vera að fjármagna uppbyggingu fyrirtækja landsins þegar maður fær betri kjör og minni óvissu með því göfuga hlutverki að fjármagna yfirdráttinn hjá nágrönnunum. Jæja, maður er nú það mikill „player“ í sér að maður lætur nú sennilega ekki allt á peningamarkaðsreikninginn. Maður verður að vera með. Þá er náttúrlega að velja hvaða félög eiga eftir að gera spennandi hluti á árinu. Bankarnir eru fyrsta val. Kaupþing fer örugglega á fullt á næsta ári. FL er með gríðarlega fjárfestingagetu og ekki spurning að það verður mikið að gerast í kringum þá á næstunni. Glitnir tekur örugglega nokkar stóra díla með þann hluthafahóp sem þeir eru komnir með og auk þess sem forvitnilegt verður að fylgjast með uppbyggingu langtímamarkmiða í syllubisnessnum þeirra. Lansinn er farinn að njóta tengsla við verðbréfasjoppurnar sínar og svo gengur honum ótrúlega vel að ná til sín breskum sparifjáreigendum. Svo er það Straumur. Ég held að Straumur verði spennandi þegar líða tekur á árið. Ég held að innan bankans sé verið að vinna spennandi plan sem á eftir að líta dagsins ljós þegar líða tekur á seinnihluta næsta árs. Það er friður í Straumi núna og lendingin var eins góð og hugsast gat eftir átökin í sumar. FL og Bjöggi sáttir við niðurstöðuna og allir í stuði. Bjöggi er klárlega með „game-plan“ fyrir Straum. Hann er alltaf með „game-plan“ og ég held að það verði talsverðra tíðinda að vænta á árinu og breytingar verði á strúktúrnum hjá bankanum og hröð uppbygging á Norðurlöndum. Þetta er mín áramótaspá og þó ég sé ekki skyggn, þá er ég heldur ekki glámskyggn. Hverjir giftast, skilja eða eignast börn er ekki í mínum kaffibolla og ég læt völvu Vikunnar um það. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Ég er búinn að kaupa jólagjafirnar fyrir gróðann af 365 og svo bakaði ég smákökur á sunnudaginn. Hef ekki klikkað á því svo árum skiptir, enda tekur maður því alltaf fremur rólega í desember og lætur aurana vinna fyrir sig. Desember og jólin eru tími sem maður á að nota til hugleiðinga. Ekki bara um inntak og tilgang lífsins, heldur til þess að velta fyrir sér hvað næsta ár beri í skauti sér. Næsta ár verður fjörugt hjá þeim stóru. Bankarnir verða á fullri ferð, en á innanlandsmarkaði verður leiðinlegra. Nokkur gjaldþrot og almenn svartsýni gæti farið að birtast í spilunum þegar líða tekur á árið. Ég ætla að vera með fullt af peningum á skammtímavöxtum Seðlabankans framan af ári. 14 prósent stýrivextir og nánast engin verðbólga eru ekki slæm kjör. Maður fær varla betri vexti annars staðar. Til hvers líka að vera að fjármagna uppbyggingu fyrirtækja landsins þegar maður fær betri kjör og minni óvissu með því göfuga hlutverki að fjármagna yfirdráttinn hjá nágrönnunum. Jæja, maður er nú það mikill „player“ í sér að maður lætur nú sennilega ekki allt á peningamarkaðsreikninginn. Maður verður að vera með. Þá er náttúrlega að velja hvaða félög eiga eftir að gera spennandi hluti á árinu. Bankarnir eru fyrsta val. Kaupþing fer örugglega á fullt á næsta ári. FL er með gríðarlega fjárfestingagetu og ekki spurning að það verður mikið að gerast í kringum þá á næstunni. Glitnir tekur örugglega nokkar stóra díla með þann hluthafahóp sem þeir eru komnir með og auk þess sem forvitnilegt verður að fylgjast með uppbyggingu langtímamarkmiða í syllubisnessnum þeirra. Lansinn er farinn að njóta tengsla við verðbréfasjoppurnar sínar og svo gengur honum ótrúlega vel að ná til sín breskum sparifjáreigendum. Svo er það Straumur. Ég held að Straumur verði spennandi þegar líða tekur á árið. Ég held að innan bankans sé verið að vinna spennandi plan sem á eftir að líta dagsins ljós þegar líða tekur á seinnihluta næsta árs. Það er friður í Straumi núna og lendingin var eins góð og hugsast gat eftir átökin í sumar. FL og Bjöggi sáttir við niðurstöðuna og allir í stuði. Bjöggi er klárlega með „game-plan“ fyrir Straum. Hann er alltaf með „game-plan“ og ég held að það verði talsverðra tíðinda að vænta á árinu og breytingar verði á strúktúrnum hjá bankanum og hröð uppbygging á Norðurlöndum. Þetta er mín áramótaspá og þó ég sé ekki skyggn, þá er ég heldur ekki glámskyggn. Hverjir giftast, skilja eða eignast börn er ekki í mínum kaffibolla og ég læt völvu Vikunnar um það. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira