Viðskipti innlent

Peningaskápurinn

Frá áramótum nemur hækkun á gengi hlutabréfa í FL rúmum fjörutíu prósentum en verðmæti félagsins hefur ekki síður aukist vegna hækkunar á hlutafé í tengslum við kaup á hlutabréfum í Straumi í sumar.

Viðskiptabankarnir þrír, Actavis og Exista eru öll metin á yfir 200 milljarða króna. Krónan gaf eftir

Krónan gaf vel eftir í gær þrátt fyrir hækkun Seðlabankans. Mismunandi túlkanir eru á sveimi um veikinguna, en ýmsir telja að Seðlabankinn glími enn við skort á trúverðugleika á markaði. Á markaði beindust augu manna að Davíð Oddssyni seðalabankastjóra sem þótti farast nokkuð óhönduglega þegar hann tjáði sig um ákvörðun Straums-Burðaráss á blaðamannafundi í kjölfar vaxtaákvörðunar bankans. Þótti sumum að þar færi Davíð út fyrir venjubundið hlutverk seðlabankastjóra með því að tjá sig um málið.

Vaxtaákvörðunin er víða gagnrýnd og talið að hagfræðingar bankans hafi haft sitt fram nú, en fyrir ári þegar bankinn gerði að flestra mati mistök með því að hækka of lítið, þá hafi Davíð haft hagfræðingana undir. Ályktunin sem menn draga af því er annars vegar að staða Davíðs sé veikari innan bankans eða hreinlega að hann taki ekki slaginn af sama krafti og áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×