Róttækar umbætur Jón Sigurðsson skrifar 31. desember 2006 06:00 Ágætu landsmenn. Enn nálgast áramót og þá er tími til að skyggnast yfir árið sem er að hverfa og reyna að sjá inn í næstu framtíð. Það sem blasir við á Íslandi um þessar mundir er ótrúleg gróska í menningarlífi, listsköpun, hönnun, rannsóknum og menntun. Þessi gróska sýnir kraft og þor þjóðarinnar og um leið heilbrigðan og sterkan þjóðarmetnað. Hið sama blasir við þegar litast er um á vettvangi viðskiptalífsins og atvinnulífsins. Í landinu er mikil velmegun og rífandi atvinna fyrir allar fúsar hendur og hugi. Við höfum ekki komist hjá að sjá vaxandi misskiptingu auðs og tekna, enda þótt þeir tekjulægstu hafi reyndar líka fengið miklar kjarabætur á síðustu árum. Til þess að mæta þessu þarf þjóðin að stefna að meira jafnvægi og varanlegum stöðugleika í hagþróuninni. Og þetta hefur einmitt verið að gerast á síðara hluta ársins, eftir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þessa veru tóku að móta efnahagsframvinduna. Verðbólguhitinn er að hjaðna og þannig næst góð viðspyrna til umbóta. Á árinu sem er að líða náði þjóðin þeim árangri undir forystu ríkisstjórnarinnar að gerðir voru víðtækir samningar við samtök aldraðra annars vegar og hins vegar við samtök á vinnumarkaði. Þessir samningar munu hafa mikil áhrif á samfélagsþróunina á næstu árum. Mjög róttækar umbætur hafa á þessum grundvelli verið gerðar á bóta- og velferðarkerfum landsmanna, og er þess að vænta að allur almenningur verði þessa var þegar kemur fram yfir áramótin. Framundan á komandi ári eru síðan verulegar verðlækkanir á matvöru sem munu nýtast öllum almenningi sem veruleg kjarabót. Þessar kjarabætur allar nýtast vissulega öllum á einn og annan hátt, en umfram allt koma þessar umbætur þeim til góða sem minnst hafa og mest eru þurfandi. Á árinu sem er að líða urðu miklar umræður og deilur um iðnaðarmál og raforkuvirkjanir á hálendinu. Sl. haust lagði auðlindalaganefnd alþingis og ríkisstjórnarinnar fram skýrslu sem boðar þjóðarsátt um þessi mikilvægu mál. Þar er bent á leiðir til þess að undirbúa og móta á næstu þremur árum heildaráætlun sem feli í senn í sér yfirlit um hugsanlega nýtingarkosti og nýtingarsvæði í landinu og einnig um þá staði og svæði sem ekki er talið koma til greina að raska af umhverfis-ástæðum. Þess er að vænta að Alþingi afgreiði á vorþinginu lög um þessi mikilvægu mál. Öll viljum við sýna landinu okkar ást okkar og virðingu í verki, og með þessari væntanlegu löggjöf verða kaflaskil á þessu sviði. Á næsta vori verða einnig þau tímamót í stórframkvæmdunum á Austurlandi að framleiðsla hefst og fer að skila allri þjóðinni arði. Eru allar ástæður til að fagna þeim áfanga fyrir hönd allra landsmanna. Mikilvægasta umbótasviðið til lengri tíma litið er framþróun þekkingarsamfélagsins og efling menntastofnana, rannsókna, tækniþróunar og vísinda. Þarna er vaxtarbroddur gróandi þjóðlífs í framtíðinni með fjölgandi og batnandi lífstækifæri fyrir komandi kynslóðir. Í þessu er mikilvægt að tryggja að engir samfélagshópar verði út undan og að allar byggðir í landinu njóti ávaxta af framþróuninni. Allmörg mál sem snerta menningarmál og menntun verða á næstunni til umfjöllunar alþingis og stjórnvaldanna. Má þar nefna málefni Nýsköpunarmiðstöðvar, Vísinda- og nýsköpunarráðs og fleiri. Á árinu sem senn lýkur urðu miklar breytingar á ríkisstjórn Íslands. Margháttaðar breytingar hafa orðið á vettvangi stjórnmálanna. Og þess er að minnast að Framsóknarflokkurinn varð níutíu ára hinn 16. desember sl. en flokkurinn er elsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar. Við þetta tækifæri komu framsóknarmenn saman víða um landið og treystu samhug og flokksvitund til vasklegra átaka á komandi mánuðum. Allt frá upphafi hefur Framsóknarflokkurinn verið framfarasinnaður umbótaflokkur svo sem uppruni hans og stefnuyfirlýsingar bera með sér. Þetta felur í sér að flokkurinn er fordómalaus um úrlausnir aðsteðjandi vandamála á hverjum tíma. Hann vill beita aðferðum þekkingar og vísinda til að ryðja framþróuninni braut á grundvelli þeirra þjóðfélagslegu gilda sem stefna hans byggist á. Hann hefur í starfi sínu lagt höfuðáherslu á að hver kynslóð leitist við að skila þeirri næstu betra þjóðfélagi en hún tók við, betra lífi, fleiri tækfærum og ríkari menningu, þjóðfélagi þar sem manngildið er metið meira en auðgildi og vinnan, þekkingin og framtakið látið vega meira en auðdýrkun og auðsöfnun. Framsóknarmenn hafa mikilvægan málstað að verja og sækja. Við eigum mjög brýnt erindi við þjóðina og flokkurinn okkar styrkist með hverri nýrri kynslóð og tekur sér stöðu fremst í fylkingarbrjósti. Á komandi mánuðum mun reyna á kraftinn og áræðið mun sannast. Ágætu landar. Kærar þakkir fyrir kynni og samstarf. Og hugheilar óskir um farsælt nýtt ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Sjá meira
Ágætu landsmenn. Enn nálgast áramót og þá er tími til að skyggnast yfir árið sem er að hverfa og reyna að sjá inn í næstu framtíð. Það sem blasir við á Íslandi um þessar mundir er ótrúleg gróska í menningarlífi, listsköpun, hönnun, rannsóknum og menntun. Þessi gróska sýnir kraft og þor þjóðarinnar og um leið heilbrigðan og sterkan þjóðarmetnað. Hið sama blasir við þegar litast er um á vettvangi viðskiptalífsins og atvinnulífsins. Í landinu er mikil velmegun og rífandi atvinna fyrir allar fúsar hendur og hugi. Við höfum ekki komist hjá að sjá vaxandi misskiptingu auðs og tekna, enda þótt þeir tekjulægstu hafi reyndar líka fengið miklar kjarabætur á síðustu árum. Til þess að mæta þessu þarf þjóðin að stefna að meira jafnvægi og varanlegum stöðugleika í hagþróuninni. Og þetta hefur einmitt verið að gerast á síðara hluta ársins, eftir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þessa veru tóku að móta efnahagsframvinduna. Verðbólguhitinn er að hjaðna og þannig næst góð viðspyrna til umbóta. Á árinu sem er að líða náði þjóðin þeim árangri undir forystu ríkisstjórnarinnar að gerðir voru víðtækir samningar við samtök aldraðra annars vegar og hins vegar við samtök á vinnumarkaði. Þessir samningar munu hafa mikil áhrif á samfélagsþróunina á næstu árum. Mjög róttækar umbætur hafa á þessum grundvelli verið gerðar á bóta- og velferðarkerfum landsmanna, og er þess að vænta að allur almenningur verði þessa var þegar kemur fram yfir áramótin. Framundan á komandi ári eru síðan verulegar verðlækkanir á matvöru sem munu nýtast öllum almenningi sem veruleg kjarabót. Þessar kjarabætur allar nýtast vissulega öllum á einn og annan hátt, en umfram allt koma þessar umbætur þeim til góða sem minnst hafa og mest eru þurfandi. Á árinu sem er að líða urðu miklar umræður og deilur um iðnaðarmál og raforkuvirkjanir á hálendinu. Sl. haust lagði auðlindalaganefnd alþingis og ríkisstjórnarinnar fram skýrslu sem boðar þjóðarsátt um þessi mikilvægu mál. Þar er bent á leiðir til þess að undirbúa og móta á næstu þremur árum heildaráætlun sem feli í senn í sér yfirlit um hugsanlega nýtingarkosti og nýtingarsvæði í landinu og einnig um þá staði og svæði sem ekki er talið koma til greina að raska af umhverfis-ástæðum. Þess er að vænta að Alþingi afgreiði á vorþinginu lög um þessi mikilvægu mál. Öll viljum við sýna landinu okkar ást okkar og virðingu í verki, og með þessari væntanlegu löggjöf verða kaflaskil á þessu sviði. Á næsta vori verða einnig þau tímamót í stórframkvæmdunum á Austurlandi að framleiðsla hefst og fer að skila allri þjóðinni arði. Eru allar ástæður til að fagna þeim áfanga fyrir hönd allra landsmanna. Mikilvægasta umbótasviðið til lengri tíma litið er framþróun þekkingarsamfélagsins og efling menntastofnana, rannsókna, tækniþróunar og vísinda. Þarna er vaxtarbroddur gróandi þjóðlífs í framtíðinni með fjölgandi og batnandi lífstækifæri fyrir komandi kynslóðir. Í þessu er mikilvægt að tryggja að engir samfélagshópar verði út undan og að allar byggðir í landinu njóti ávaxta af framþróuninni. Allmörg mál sem snerta menningarmál og menntun verða á næstunni til umfjöllunar alþingis og stjórnvaldanna. Má þar nefna málefni Nýsköpunarmiðstöðvar, Vísinda- og nýsköpunarráðs og fleiri. Á árinu sem senn lýkur urðu miklar breytingar á ríkisstjórn Íslands. Margháttaðar breytingar hafa orðið á vettvangi stjórnmálanna. Og þess er að minnast að Framsóknarflokkurinn varð níutíu ára hinn 16. desember sl. en flokkurinn er elsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar. Við þetta tækifæri komu framsóknarmenn saman víða um landið og treystu samhug og flokksvitund til vasklegra átaka á komandi mánuðum. Allt frá upphafi hefur Framsóknarflokkurinn verið framfarasinnaður umbótaflokkur svo sem uppruni hans og stefnuyfirlýsingar bera með sér. Þetta felur í sér að flokkurinn er fordómalaus um úrlausnir aðsteðjandi vandamála á hverjum tíma. Hann vill beita aðferðum þekkingar og vísinda til að ryðja framþróuninni braut á grundvelli þeirra þjóðfélagslegu gilda sem stefna hans byggist á. Hann hefur í starfi sínu lagt höfuðáherslu á að hver kynslóð leitist við að skila þeirri næstu betra þjóðfélagi en hún tók við, betra lífi, fleiri tækfærum og ríkari menningu, þjóðfélagi þar sem manngildið er metið meira en auðgildi og vinnan, þekkingin og framtakið látið vega meira en auðdýrkun og auðsöfnun. Framsóknarmenn hafa mikilvægan málstað að verja og sækja. Við eigum mjög brýnt erindi við þjóðina og flokkurinn okkar styrkist með hverri nýrri kynslóð og tekur sér stöðu fremst í fylkingarbrjósti. Á komandi mánuðum mun reyna á kraftinn og áræðið mun sannast. Ágætu landar. Kærar þakkir fyrir kynni og samstarf. Og hugheilar óskir um farsælt nýtt ár.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun