Fyrrum heimsmeistarinn Michael Schumacher segir að Ferrari-liðið sé á réttri leið í að koma sér á meðal þeirra bestu á ný og spáir að næsta keppnistímabil verði mun betra en árið 2005, þar sem liðið olli miklum vonbrigðum.
Schumacher og Ferrari þurftu að að sjá á eftir titlinum til Renault og Fernando Alonso í fyrra eftir að ítalska liðið hafði verið með yfirburði í mörg ár þar á undan.
"Mér sýnist við vera í ágætum málum núna og hlutirnir stefna allir í rétta átt. Mestu munar um keppnisandann sem ég finn hjá Ferrari um þessar mundir, við viljum spila stórt hlutverk í baráttunni um meistaratitilinn," sagði Schumacher.