Franski framherjinn Thierry Henry hjá Arsenal vill enn ekki ræða framtíð sína hjá félaginu, en segir að óstöðugleiki liðsins í vetur sé einmitt ástæða þess að hann hafi alltaf sagt að hann vildi ekki ræða sín mál við félagið fyrr en í sumar.
"Ég spila alltaf hvern leik eins og hann sé minn síðasti og er ekki að hugsa um neitt annað alla daga en að gera mitt besta til að hjálpa okkur að vinna leiki. Mig grunaði fyrir tímabilið að við gætum átt eftir að eiga erfitt uppdráttar á köflum og nákvæmlega þessvegna vil ég ekki vera að bollaleggja framtíð mína í fjölmiðlum. Ég þarf að einbeita mér að því að spila með Arsenal, en ég hef nokkrar áhyggjur af óstöðugleikanum hjá okkur. Stundum spilum við eins og englar, eins og á móti Charlton á dögunum, en inn á milli dettur botninn úr leik okkar," sagði Henry.