Hollenski framherjinn Robin Van Persie hefur skrifað undir nýjan samning við Arsenal sem nær allt til ársins 2011. Hann var keyptur frá Feyenoord fyrir 2,75 milljónir vorið 2004, en miklar vonir eru nú bundnar við hann í framtíðinni.
"Ég hef verið hérna í 18 mánuði og kann vel við mig. Ég hlakka mikið til að vera hérna áfram og það verður gaman að spila á nýja heimavellinum á næsta ári," sagði Van Persie, sem var að sögn fljótur að skrifa undir nýja samninginn.