Unglingar mótmæltu stóriðjustefnu 9. janúar 2006 19:45 Ég vil nauðga náttúrunni, ég vil vinna í álveri, ég vil menga umhverfið! Þessi slagorð og fleiri glumdu af vörum ungmenna sem söfnuðust saman síðdegis í dag í móttöku iðnaðarráðuneytisins til að mótmæla stefnu stjórnvalda í virkjunarmálum. Ungmennunum var heitt í hamsi og atgangurinn slíkur að ráðuneytið óskaði eftir aðstoð lögreglu. Lögreglan þurfti reyndar ekki að skerast í leikinn. Lét hún nægja að reyna að lægja öldurnar en gafst svo upp á því og beið átekta á fyrstu hæð byggingarinnar tilbúin að bregðast við færu mótmælin úr böndunum. Mótmælendurnir, hópur ungmenna, koma flestir úr Austurbæjarskjóla og kalla hreyfingu sína ungrót. Þeir hófu mótmæli sín um klukkan þrjú en byrjuðu reyndar í röngu ráðuneyti, fjármálaráðuneytinu. Hvort þeim var svo vísað á réttan stað þaðan skal látið ósagt en þau fundu ráðuneyti viðskipta og iðnaðar. Ruddust inní mótttökuna, var heitt í hamsi, með mótmælskilti á lofti og slagorð á vörum. Mæður nokkurra mótmælendanna fylgdust með börnum sínum og mynduðu framferðið. Ungmennin létu komu lögreglumanna ekkert á sig fá og héltu köllum og trumbuslætti sínum ótrauð áfram. Svo mikill var hávaðinn og atgangurinn að starfsmenn móttöku ráðuneytisins lokuðu glerbúri sínu og áhorferndur þurftu stundum að halda um eyrun. Aðrir fækkuðu fötum í hittamekkinum sem myndaðist við ákefðina. Starfsfólki ráðuneytisins var augljóslega létt þegar ungrótarhópurinn hélt á brott, trumbuslættinum linnti, slagorðin þögnuðu, kyrrðin tók völdin og allt varð samt í ráðuneyti viðskipta og iðnaðar. Allt varð náttúrulegt. En hver veit hvert ungrótarhópurinn snúi aftur eða hvert hann herjar næst. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Ég vil nauðga náttúrunni, ég vil vinna í álveri, ég vil menga umhverfið! Þessi slagorð og fleiri glumdu af vörum ungmenna sem söfnuðust saman síðdegis í dag í móttöku iðnaðarráðuneytisins til að mótmæla stefnu stjórnvalda í virkjunarmálum. Ungmennunum var heitt í hamsi og atgangurinn slíkur að ráðuneytið óskaði eftir aðstoð lögreglu. Lögreglan þurfti reyndar ekki að skerast í leikinn. Lét hún nægja að reyna að lægja öldurnar en gafst svo upp á því og beið átekta á fyrstu hæð byggingarinnar tilbúin að bregðast við færu mótmælin úr böndunum. Mótmælendurnir, hópur ungmenna, koma flestir úr Austurbæjarskjóla og kalla hreyfingu sína ungrót. Þeir hófu mótmæli sín um klukkan þrjú en byrjuðu reyndar í röngu ráðuneyti, fjármálaráðuneytinu. Hvort þeim var svo vísað á réttan stað þaðan skal látið ósagt en þau fundu ráðuneyti viðskipta og iðnaðar. Ruddust inní mótttökuna, var heitt í hamsi, með mótmælskilti á lofti og slagorð á vörum. Mæður nokkurra mótmælendanna fylgdust með börnum sínum og mynduðu framferðið. Ungmennin létu komu lögreglumanna ekkert á sig fá og héltu köllum og trumbuslætti sínum ótrauð áfram. Svo mikill var hávaðinn og atgangurinn að starfsmenn móttöku ráðuneytisins lokuðu glerbúri sínu og áhorferndur þurftu stundum að halda um eyrun. Aðrir fækkuðu fötum í hittamekkinum sem myndaðist við ákefðina. Starfsfólki ráðuneytisins var augljóslega létt þegar ungrótarhópurinn hélt á brott, trumbuslættinum linnti, slagorðin þögnuðu, kyrrðin tók völdin og allt varð samt í ráðuneyti viðskipta og iðnaðar. Allt varð náttúrulegt. En hver veit hvert ungrótarhópurinn snúi aftur eða hvert hann herjar næst.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira