Innlent

Álagningarprósentan lækkar

Hús í Hafnarfirði.
Hús í Hafnarfirði. MYND/Stefán

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í dag að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á íbúðahúsnæði um 20 prósent, eða úr 0,335 prósentum í 0,27 prósent. Lóðarleiga og vatnsgjald lækka einnig. Þetta verður þó ekki til að álögur lækka heldur hækka þær ekki meira en sem nemur verðlagsþróun.

Lækkunin er tilkomin vegna mikillar hækkunar á fasteignamati sem hefði að óbreyttu leitt til þess að gjöld sem eru reiknuð út frá því hefðu hækkað verulega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×