Rafael Benitez, þjálfari Liverpool, telur hinn nýja liðsmann, Daniel Agger vel geta barist við þá Sami Hypia og Jamie Carragher um sæti í byrjunarliði Liverpool. Agger er við það að skrifa undir samning við þá rauðu eftir að hafa gengist undir læknisskoðun í dag. ,,Ég mundi ekki segja að hann væri mjög aggressívur leikmaður. Hann er hins vegar mjög klár og staðsetningar hans eru mjög góðar. Hann hefur mjög góða tilfinningu fyrir leiknum og les hann mjög vel. Auðvitað eru atriði sem hann þarf að bæta en hann er enn ungur og hefur tíma til þess að bæta sig. Hann verður mögulega í liðinu eftir stuttan tíma" segir Benitez.
Benitez telur Agger geta barist um byrjunarliðssæti

Mest lesið


Merino aftur hetja Arsenal
Enski boltinn

Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær
Enski boltinn

Haaland sló enn eitt metið í gær
Fótbolti


Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ
Körfubolti

„Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“
Enski boltinn


