Innlent

Tuttugu gefa kost á sér

Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri, fyrir miðju, er meðal þeirra sem gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri, fyrir miðju, er meðal þeirra sem gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.

Tuttugu manns gefa kost á sér í prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor, en prófkjörið verður ellefta febrúar.

Athygli vekur að aðeins sex konur gefa kost á sér en fjórtán karlar. Ekkert liggur þó fyrir um það hvort niðurstaðan úr prófkjöri flokksins í Garðabæ um síðustu helgi, þar sem fjórir karlar röðuðu sér í efstu sætin, hafi haft letjandi áhrif á konur fyrir norðan, en stjórn Landssambands Sjálfstæðiskvenna ætlar að koma saman til fundar í dag, til að fjalla um úrslitin þar.

Baldur Dýrfjörð starfsmannastjóri

Bergur Þorri Benjamínsson háskólanemi

Elín Margrét Hallgrímsdóttir símenntunarstjóri

Guðmundur Egill Erlendsson lögfræðinemi

Guðmundur Jóhannsson þjónustustjóri

Hjalti Jón Sveinsson skólameistari

Hlynur Jóhannsson ráðgjafi

Jóhanna Hlín Ragnarsdóttir hárgreiðslumeistari

Kristinn Fr. Árnason bústjóri

Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri

María Egilsdóttir hjúkrunarfræðingur/ljósmóðir

María Marínósdóttir háskólanemi

Oktavía Jóhannesdóttir bæjarfulltrúi

Ólafur Jónsson framkvæmdastjóri

Sigbjörn Gunnarsson fyrrv. sveitarstjóri

Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarfulltrúi

Sindri Alexandersson lögfræðinemi

Stefán Friðrik Stefánsson skrifstofumaður

Unnsteinn E. Jónsson verksmiðjustjóri

Þórarinn B. Jónsson fyrrv. útibústjóri



Fleiri fréttir

Sjá meira


×