Enska knattspyrnusambandið hefur kært úrvalsdeildarlið Portsmouth vegna ráðningar Harry Redknapp frá Southampton á sínum tíma. Sambandið vill meina að Portsmouth hafi brotið reglur þegar félagið setti sig í samband við Redknapp á sínum tíma, eftir að hafa fengið undir hendur kæru frá Southampton.
Mál þetta gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir Portsmouth, sem berst í bökkum í úrvalsdeildinni og þarf sannarlega ekki á svona uppákomum að halda. Frekari fregna er að vænta af málinu fljótlega.