Mest umtalaði unglingurinn síðan Rooney 21. janúar 2006 12:45 Arsene Wenger stendur hér stoltur með nýjasta leikmanni félagsins enda hafði félagið betur en Chelsea í baráttunni um þjónustu leikmannsins. Mest umtalaði ungingurinn í breskum fótboltaheimi síðan Wayne Rooney sló í gegn fyrir 3 árum, gekk í gær í raðir Arsenal frá 1. deildarliði Southampton. Theo Walcott er aðeins 16 ára en hefur þrátt fyrir það vakið óvenju mikla athygli undanfarin ár miðað við jafnaldra sína í bransanum. Arsenal greiðir að talið er 5 milljónir punda strax fyrir unglinginn en sú upphæð mun þó skv. enskum fjölmiðlum geta farið upp í 12.5 milljónir punda háð ákveðnum skilmálum í kaupsamningnum milli félaganna. Theo var aðeins 16 ára og 143 daga gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik með aðalliði Southampton í ensku 1. deildinni gegn Wolves, fyrr á þessu tímabili. Með því varð hann yngsti leikmaður félagsins frá upphafi til að leika með aðalliðinu og sló þannig met Danny Wallace sem hafði staðið frá 1980. Með 90 pund í vikulaun Walcott má ekki skrifa undir atvinnumannasamning fyrr en í mars þegar hann verður 17 ára og er því aðeins með 90 pund í vikulaun eins og aðrir leikmenn á hans aldri. Chelsea er sagt hafa boðið 2 milljónir punda í Walcott þegar hann var aðeins 15 ára á sama tíma og Tottenham gerðist einnig líklegt til að bætast í slaginn um að landa táningsundrinu. Þetta verður að teljast harla óvenjulegt, sérstaklega í ljósi þess að aldrei leikið í úrvalsdeildinni, sparkaði fyrst í fótbolta fyrir 6 árum og lauk grunnskóla í júní sl.Líkt við ungan Henry Walcott er sóknarmaður og hefur verið 6 sinnum í byrjunarliði Southampton í næst efstu deildinni í Englandi í vetur. Hans helstu styrkleikar eru hraðinn og jafnvægið og hefur honum verið líkt við Thierry Henry í hreyfingum, en Arsenal-stjarnan Henry hefur verið átrúnaðargoð Walcott í mörg ár. Walcott hljóp 100 metrana á 11.52 sekúndum fyrir tveimur árum en hleypur mun hraðar núna. "Ég er að reyna að bæta mig í öllu, þó aðallega í vinstrifótarskotum og skallaboltum." sagði hinn 16 ára Walcott í viðtali við Guardian fyrir hálfum mánuði. Alltaf æft með eldri strákum Walcott byrjaði að æfa sem kantmaður en Harry Redknapp, fyrrverandi knattspyrnustjóri Southampton, gaf honum tækifæri með aðalliðinu og setti hann í sóknina þar sem hann blómstraði. Walcott hefur leikið upp alla yngri flokkana með eldri strákum og þannig þurft að kljást við líkamlega sterkari leikmenn. "Mótherjarnir reyna oft að ógna mér en ég leiði það bara hjá mér. Ég hef alltaf leikið einum aldursflokki ofar og gegn stærri strákum. Flestir mótherjarnir eru grófir og reyna að klekkja á mér og tekst stundum, sérstaklega Millwall." segir Walcott sem svaraði leikmönnum Millwall með því að skora gegn þeim.Ljúfari en Rooney Theo Walcott hefur óhjákvæmilega verið líkt við Wayne Rooney sem er skærasta stjarna Englendinga í mörg ár og sló fyrst almennilega í gegn þegar hann var 16 ára hjá Everton. Munurinn á þeim tveimur er hins vegar sá að á meðan Rooney hefur nærveru og vaxtalag hnefaleikakappa í þungavigt þá er Walcott lýst sem hugljúfum og skapgóðum ballett dansara. "Hann er yndislegur drengur, kemur af frábærri fjölskyldu og er alls enginn þverhaus. Hann er gjörsamlega með báða fætur á jörðinni." segir Redknapp um hina rísandi stjörnu Walcott.100 mörk í 35 leikjum Fjölskylda Walcott fluttist til Compton þegar hann var 7 ára árið 1996 og þar uppgötvaðist að hann gat spilað fótbolta. "Vinur minn vildi fá mig út að spila þar sem það vantaði einn strák í lið og ég skoraði þrennu þá. Ég var að verða 11 ára og hafði ekki hugmynd um að ég gæti einu sinni spilað fótbolta. Ég held að þetta hafi bara komið eðlislægt." sagði Walcott sem skoraði 100 mörk í 35 leikjum sitt fyrsta tímabil sem hann æfði með Southampton. Það var hins vegar njósnari frá Swindon sem kom fyrsta auga á Walcott þegar hann var 11 ára en þaðan gekk hann í raðir Southampton. Honum var reyndar fyrst boðið til Stamford Bridge 11 ára gömlum þar sem Chelsea vildi fá hann í sínar raðir en kaus frekar að fara til Southampton.Fingurbraut mann, 10 ára Don Walcott er faðir stráksa og keyrði hann langa leið á allar æfingarnar hjá Southampton. "Ég hef aldrei séð 10 ára strák skjóta fótbolta eins fast og Theo gerði. Ég man sérstaklega eftir einu atviki þegar hann var að hita upp fyrir leik og pabbi eins stráks í liðinu fór í markið. Hann fingurbrotnaði þegar hann reyndi að verja skot frá Theo." sagði stoltur pabbinn en Walcott, er nafn sem á eftir að heyrast oft um ókomna framtíð í enska fótboltanum. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar og Hákon sitja fyrir svörum Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Sjá meira
Mest umtalaði ungingurinn í breskum fótboltaheimi síðan Wayne Rooney sló í gegn fyrir 3 árum, gekk í gær í raðir Arsenal frá 1. deildarliði Southampton. Theo Walcott er aðeins 16 ára en hefur þrátt fyrir það vakið óvenju mikla athygli undanfarin ár miðað við jafnaldra sína í bransanum. Arsenal greiðir að talið er 5 milljónir punda strax fyrir unglinginn en sú upphæð mun þó skv. enskum fjölmiðlum geta farið upp í 12.5 milljónir punda háð ákveðnum skilmálum í kaupsamningnum milli félaganna. Theo var aðeins 16 ára og 143 daga gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik með aðalliði Southampton í ensku 1. deildinni gegn Wolves, fyrr á þessu tímabili. Með því varð hann yngsti leikmaður félagsins frá upphafi til að leika með aðalliðinu og sló þannig met Danny Wallace sem hafði staðið frá 1980. Með 90 pund í vikulaun Walcott má ekki skrifa undir atvinnumannasamning fyrr en í mars þegar hann verður 17 ára og er því aðeins með 90 pund í vikulaun eins og aðrir leikmenn á hans aldri. Chelsea er sagt hafa boðið 2 milljónir punda í Walcott þegar hann var aðeins 15 ára á sama tíma og Tottenham gerðist einnig líklegt til að bætast í slaginn um að landa táningsundrinu. Þetta verður að teljast harla óvenjulegt, sérstaklega í ljósi þess að aldrei leikið í úrvalsdeildinni, sparkaði fyrst í fótbolta fyrir 6 árum og lauk grunnskóla í júní sl.Líkt við ungan Henry Walcott er sóknarmaður og hefur verið 6 sinnum í byrjunarliði Southampton í næst efstu deildinni í Englandi í vetur. Hans helstu styrkleikar eru hraðinn og jafnvægið og hefur honum verið líkt við Thierry Henry í hreyfingum, en Arsenal-stjarnan Henry hefur verið átrúnaðargoð Walcott í mörg ár. Walcott hljóp 100 metrana á 11.52 sekúndum fyrir tveimur árum en hleypur mun hraðar núna. "Ég er að reyna að bæta mig í öllu, þó aðallega í vinstrifótarskotum og skallaboltum." sagði hinn 16 ára Walcott í viðtali við Guardian fyrir hálfum mánuði. Alltaf æft með eldri strákum Walcott byrjaði að æfa sem kantmaður en Harry Redknapp, fyrrverandi knattspyrnustjóri Southampton, gaf honum tækifæri með aðalliðinu og setti hann í sóknina þar sem hann blómstraði. Walcott hefur leikið upp alla yngri flokkana með eldri strákum og þannig þurft að kljást við líkamlega sterkari leikmenn. "Mótherjarnir reyna oft að ógna mér en ég leiði það bara hjá mér. Ég hef alltaf leikið einum aldursflokki ofar og gegn stærri strákum. Flestir mótherjarnir eru grófir og reyna að klekkja á mér og tekst stundum, sérstaklega Millwall." segir Walcott sem svaraði leikmönnum Millwall með því að skora gegn þeim.Ljúfari en Rooney Theo Walcott hefur óhjákvæmilega verið líkt við Wayne Rooney sem er skærasta stjarna Englendinga í mörg ár og sló fyrst almennilega í gegn þegar hann var 16 ára hjá Everton. Munurinn á þeim tveimur er hins vegar sá að á meðan Rooney hefur nærveru og vaxtalag hnefaleikakappa í þungavigt þá er Walcott lýst sem hugljúfum og skapgóðum ballett dansara. "Hann er yndislegur drengur, kemur af frábærri fjölskyldu og er alls enginn þverhaus. Hann er gjörsamlega með báða fætur á jörðinni." segir Redknapp um hina rísandi stjörnu Walcott.100 mörk í 35 leikjum Fjölskylda Walcott fluttist til Compton þegar hann var 7 ára árið 1996 og þar uppgötvaðist að hann gat spilað fótbolta. "Vinur minn vildi fá mig út að spila þar sem það vantaði einn strák í lið og ég skoraði þrennu þá. Ég var að verða 11 ára og hafði ekki hugmynd um að ég gæti einu sinni spilað fótbolta. Ég held að þetta hafi bara komið eðlislægt." sagði Walcott sem skoraði 100 mörk í 35 leikjum sitt fyrsta tímabil sem hann æfði með Southampton. Það var hins vegar njósnari frá Swindon sem kom fyrsta auga á Walcott þegar hann var 11 ára en þaðan gekk hann í raðir Southampton. Honum var reyndar fyrst boðið til Stamford Bridge 11 ára gömlum þar sem Chelsea vildi fá hann í sínar raðir en kaus frekar að fara til Southampton.Fingurbraut mann, 10 ára Don Walcott er faðir stráksa og keyrði hann langa leið á allar æfingarnar hjá Southampton. "Ég hef aldrei séð 10 ára strák skjóta fótbolta eins fast og Theo gerði. Ég man sérstaklega eftir einu atviki þegar hann var að hita upp fyrir leik og pabbi eins stráks í liðinu fór í markið. Hann fingurbrotnaði þegar hann reyndi að verja skot frá Theo." sagði stoltur pabbinn en Walcott, er nafn sem á eftir að heyrast oft um ókomna framtíð í enska fótboltanum.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar og Hákon sitja fyrir svörum Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Sjá meira