L-listinn í Skeiða og Gnúpverjahreppi leysist upp 26. janúar 2006 14:31 L-listinn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, listi áhugafólks um farsæla sameiningu, býður ekki fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þetta kemur fram á fréttavef Suðurlands, sudurland.net. L-listinn fékk hreinan meirihluta í síðustu sveitarstjórnarkosningum, fékk fjóra fulltrúa en A-listi framfarasinna fékk 3. Langvinn deila um skólamál í hreppnum er ein aðalskýring þessarar ákvörðunar fulltrúa L-listans. Samkvæmt frétt í Glugganum, héraðsfréttablaði á Selfossi, hefur Aðalsteinn Guðmundsson oddviti og leiðtogi L- listans í Skeiða og Gnúpverjahreppi ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í hreppsnefnd. Fréttavefur Suðurlands, sudurland.net hefur eftir Matthildi E. Vilhjálmsdóttur, Hrafnhildi Ágústsdóttur, og Tryggva Steinarssyni, sem öll skipa sæti L- listans í hreppsnefnd Skeiða og Gnúpverjahrepps, að þau hyggist einnig draga sig í hlé frá hreppsnefndarstörfum að loknu þessu kjörtímabili. Hrafnhildur Ágústsdóttir, sem hefur starfað í hreppsnefnd 12 ár, segir í viðtali við sudurland.net að ástæður þess að hún gefi ekki kost á sér til áframhaldandi setu séu persónulegar. Jafnframt segir Hranfhildur að skólamálin hafi valdið hatrömmum og langvinnum deilum í hreppnum, sem skipt hafi íbúum í tvær andstæðar fylkingar. Það sé illt í svo litlu samfélagi. Tryggvi Steinsson vildi ekki tilgreina ástæðu fyrir afstöðu sinni en tók undir að deila sveitunganna um skólamálin væri vond deila í litlu en annars góðu samfélagi. Hann taldi sig leggja þann skilning í afstöðu annarra á listanum, þ.m.t. varamanna L- listans, að þeir hyggðust ekki halda þessari baráttu áfram. Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
L-listinn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, listi áhugafólks um farsæla sameiningu, býður ekki fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þetta kemur fram á fréttavef Suðurlands, sudurland.net. L-listinn fékk hreinan meirihluta í síðustu sveitarstjórnarkosningum, fékk fjóra fulltrúa en A-listi framfarasinna fékk 3. Langvinn deila um skólamál í hreppnum er ein aðalskýring þessarar ákvörðunar fulltrúa L-listans. Samkvæmt frétt í Glugganum, héraðsfréttablaði á Selfossi, hefur Aðalsteinn Guðmundsson oddviti og leiðtogi L- listans í Skeiða og Gnúpverjahreppi ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í hreppsnefnd. Fréttavefur Suðurlands, sudurland.net hefur eftir Matthildi E. Vilhjálmsdóttur, Hrafnhildi Ágústsdóttur, og Tryggva Steinarssyni, sem öll skipa sæti L- listans í hreppsnefnd Skeiða og Gnúpverjahrepps, að þau hyggist einnig draga sig í hlé frá hreppsnefndarstörfum að loknu þessu kjörtímabili. Hrafnhildur Ágústsdóttir, sem hefur starfað í hreppsnefnd 12 ár, segir í viðtali við sudurland.net að ástæður þess að hún gefi ekki kost á sér til áframhaldandi setu séu persónulegar. Jafnframt segir Hranfhildur að skólamálin hafi valdið hatrömmum og langvinnum deilum í hreppnum, sem skipt hafi íbúum í tvær andstæðar fylkingar. Það sé illt í svo litlu samfélagi. Tryggvi Steinsson vildi ekki tilgreina ástæðu fyrir afstöðu sinni en tók undir að deila sveitunganna um skólamálin væri vond deila í litlu en annars góðu samfélagi. Hann taldi sig leggja þann skilning í afstöðu annarra á listanum, þ.m.t. varamanna L- listans, að þeir hyggðust ekki halda þessari baráttu áfram.
Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira