Íslenska landsliðið í handbolta vann frækinn sigur á Serbum í fyrsta leik sínum í C-riðli Evrópumótsins í handbolta í kvöld 36-31, eftir að hafa verið yfir í hálfleik 16-11. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu með tíu mörk, þar af þrjú úr vítaköstum.
Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 9 mörk, þar af 5 úr vítum, Ólafur Stefánsson skoraði 8 mörk, Róbert Gunnarsson 2, Alexander Petersson 2Einar Hólmgeirsson 2, Vignir Svavarsson 2 og Sigús Sigurðsson 1.