Afleitt kvöld fyrir stórliðin 1. febrúar 2006 21:54 Manchester United tapaði fyrir Blackburn í kvöld NordicPhotos/GettyImages Stóru liðin í ensku úrvalsdeildinni áttu öll erfitt uppdráttar í leikjum sínum í kvöld. Á meðan Chelsea gerði jafntefli við Aston Villa, náði Liverpool aðeins í annað stigið gegn Birmingham á heimavelli þrátt fyrir að vera manni fleiri, Arsenal tapaði fyrir West Ham á heimavelli og Manchester United tapaði fyrir Blackburn í ævintýralegum leik á Ewoood Park. Liverpool var með pálmann í höndunum gegn Birmingham á heimavelli sínum eftir að Steven Gerrard kom liðinu yfir, en slysalegt sjálfsmark Xabi Alonso jafnaði metin fyrir gestina undir lokin. Robbie Fowler kom inná sem varamaður í liði Liverpool og náði að skora mark með hjólhestaspyrnu á lokasekúndu uppbótartíma, en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Arsenal tapaði 3-2 á heimavelli fyrir grönnum sínum í West Ham. Reo Coker, Zamora og Etherington skoruðu mörk West Ham, en þeir Henry og Pires skoruðu fyrir Arsenal. Blackburn lagði Manchester United 4-3 í ótrúlegum leik á heimavelli sínum. David Bentley gerði þrennu fyrir Blackburn í leiknum, en Van Nistelrooy (2) og Saha gerðu mörk United, sem missti Rio Ferdinand útaf með rautt spjald á 88. mínútu, eftir að hann hafði fengið tvö gul spjöld á fimm mínútum. Þetta er í fyrsta sinn í 75 ár sem Blackburn vinnur báða deildarleiki sína gegn Manchester United. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Fleiri fréttir Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum Sjötíu ára titlaþurrð á enda ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Sjá meira
Stóru liðin í ensku úrvalsdeildinni áttu öll erfitt uppdráttar í leikjum sínum í kvöld. Á meðan Chelsea gerði jafntefli við Aston Villa, náði Liverpool aðeins í annað stigið gegn Birmingham á heimavelli þrátt fyrir að vera manni fleiri, Arsenal tapaði fyrir West Ham á heimavelli og Manchester United tapaði fyrir Blackburn í ævintýralegum leik á Ewoood Park. Liverpool var með pálmann í höndunum gegn Birmingham á heimavelli sínum eftir að Steven Gerrard kom liðinu yfir, en slysalegt sjálfsmark Xabi Alonso jafnaði metin fyrir gestina undir lokin. Robbie Fowler kom inná sem varamaður í liði Liverpool og náði að skora mark með hjólhestaspyrnu á lokasekúndu uppbótartíma, en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Arsenal tapaði 3-2 á heimavelli fyrir grönnum sínum í West Ham. Reo Coker, Zamora og Etherington skoruðu mörk West Ham, en þeir Henry og Pires skoruðu fyrir Arsenal. Blackburn lagði Manchester United 4-3 í ótrúlegum leik á heimavelli sínum. David Bentley gerði þrennu fyrir Blackburn í leiknum, en Van Nistelrooy (2) og Saha gerðu mörk United, sem missti Rio Ferdinand útaf með rautt spjald á 88. mínútu, eftir að hann hafði fengið tvö gul spjöld á fimm mínútum. Þetta er í fyrsta sinn í 75 ár sem Blackburn vinnur báða deildarleiki sína gegn Manchester United.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Fleiri fréttir Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum Sjötíu ára titlaþurrð á enda ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Sjá meira