Arsene Wenger, stjóri Arsenal, viðurkennir að hann hafi áhyggjur af varnarmanni liðsins Sol Campbell og segist hreint ekki vita hvenær hann muni sjá hann næst. Campbell virðist hafa farið í þunglyndiskast eftir að eiga mjög dapran dag í tapinu gegn West Ham á miðvikudagskvöld.
"Ég hef áhyggjur af Sol núna, því hann virðist vera mjög langt niðri. Ég veit ekki hver ástæðan er, aðeins hann getur svarað því," sagði Wenger, en Robert Pires tekur í sama streng.
"Sol átti slæman dag á móti West Ham, en þetta kemur fyrir alla á ferlinum. Ég hef reynt að ná í hann í síma, en það hefur ekki borið mikinn árangur. Hann veit þó að hann nýtur stuðnings félaga sinna hjá Arsenal," sagði Pires.