Þegar Íslendingar móðguðust við Svía Egill Helgason skrifar 3. febrúar 2006 13:37 Sæll Egill Ég sá þig á NFS þar sem þú bentir á að það kemur dönsku ríkisstjórninni ekkert við hvað danskir fjölmiðlar birta og því gætu þeir ekki beðist afsökunar á myndbirtingunum eins og ýmis íslömsk ríki hafa farið fram á. Ég vill bara benda svona á til gamans að 1955 birtust greinar í nokkrum dagblöðum í Svíþjóð þar sem talað var frekar illa um Ísland og Íslendinga. Voru það helst Morgontidningen, Dagens Nyheter og Svenska Dagbladet sem stóðu fyrir þessu. Ástæða blaðaskrifanna var ágreiningur Íslands og Svíþjóðar um loftferðamál. Lýsti dr. Helgi Briem, sendiherra Íslands í Svíþjóð, skrifunum á eftirfarandi hátt: "...svo ósvífna og ruddalega, að þess eru fá dæmi í skrifum um lönd, sem ekki eru í stríði." En eftir þessi skrif fór dr. Helgi Briem á fund utanríkisráðherra Svíþjóðar, þar sem hann mótmælti blaðaskrifunum og vildi að ríkisstjórnin gerði eitthvað til þess að blöðin birtu leiðréttingu. Sænski utanríkisráðherrann brást ókvæða við og vísaði mótmælunum frá á þeim forsendum að Svíþjóð væri lýðræðisríki og ríkisstjórnin réði því ekki hvað skrifað væri í blöðin. Það má líkja þessum viðbrögðum Íslendinga og Helga Briem við viðbrögð Múslima sem vilja að danska ríkisstjórnin biðjist afsökunar sökum einhvers sem danskt dagblað hefur birt. Langaði bara að benda á þetta. Vissulega má benda á að frelsi fjölmiðla hefur aukist mikið síðustu hálfa öldina og þá einna helst að flokksblöðin heyra nú nánast sögunni til. Kveðja Haukur Sigurjónsson Sagnfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Skoðanir Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Sæll Egill Ég sá þig á NFS þar sem þú bentir á að það kemur dönsku ríkisstjórninni ekkert við hvað danskir fjölmiðlar birta og því gætu þeir ekki beðist afsökunar á myndbirtingunum eins og ýmis íslömsk ríki hafa farið fram á. Ég vill bara benda svona á til gamans að 1955 birtust greinar í nokkrum dagblöðum í Svíþjóð þar sem talað var frekar illa um Ísland og Íslendinga. Voru það helst Morgontidningen, Dagens Nyheter og Svenska Dagbladet sem stóðu fyrir þessu. Ástæða blaðaskrifanna var ágreiningur Íslands og Svíþjóðar um loftferðamál. Lýsti dr. Helgi Briem, sendiherra Íslands í Svíþjóð, skrifunum á eftirfarandi hátt: "...svo ósvífna og ruddalega, að þess eru fá dæmi í skrifum um lönd, sem ekki eru í stríði." En eftir þessi skrif fór dr. Helgi Briem á fund utanríkisráðherra Svíþjóðar, þar sem hann mótmælti blaðaskrifunum og vildi að ríkisstjórnin gerði eitthvað til þess að blöðin birtu leiðréttingu. Sænski utanríkisráðherrann brást ókvæða við og vísaði mótmælunum frá á þeim forsendum að Svíþjóð væri lýðræðisríki og ríkisstjórnin réði því ekki hvað skrifað væri í blöðin. Það má líkja þessum viðbrögðum Íslendinga og Helga Briem við viðbrögð Múslima sem vilja að danska ríkisstjórnin biðjist afsökunar sökum einhvers sem danskt dagblað hefur birt. Langaði bara að benda á þetta. Vissulega má benda á að frelsi fjölmiðla hefur aukist mikið síðustu hálfa öldina og þá einna helst að flokksblöðin heyra nú nánast sögunni til. Kveðja Haukur Sigurjónsson Sagnfræðingur
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar