Sport

Haukastúlkur deildarmeistarar

Helena Sverrisdóttir fór mikinn í fyrri hálfleiknum í Grindavík í kvöld, þar sem Haukaliðið lagði grunninn að sigri sínum
Helena Sverrisdóttir fór mikinn í fyrri hálfleiknum í Grindavík í kvöld, þar sem Haukaliðið lagði grunninn að sigri sínum E.Ól

Haukastúlkur tryggðu sér í kvöld deildarmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna þegar liðið vann átakalítinn sigur á Grindavík á útivelli, 89-68. Því er ljóst að liðið hefur tryggt sér heimavallarréttinn í úrslitakeppninni í vor, því ekkert lið getur nú náð þeim að stigum.

Helena Sverrisdóttir átti sannkallaðan stórleik í liði Hauka, náði þrefaldri tvennu með 27 stigum, 12 fráköstum og 10 stoðsendingum, en auk þess stal hún 6 boltum í leiknum. Meagan Mahoney skoraði sömuleiðis 27 stig fyrir Haukaliðið og hirti 17 fráköst. Hjá Grindavík var Jerica Watson allt í öllu og skoraði 24 stig og hirti 15 fráköst.

Keflavíkurstúlkur töpuðu á sama tíma fyrir Stúdínum á heimavelli sínum í Keflavík 95-83. Signý Hermannsdóttir skoraði 23 stig og hirti 12 fráköst fyrir ÍS, Maria Conlon skoraði 22 stig, gaf 13 stoðsendingar og hirti 8 fráköst og Stella Kristjánsdóttir skoraði einnig 22 stig. Hjá Keflavík var Lakiste Barkus stigahæst með 33 stig og 9 fráköst.

Í botnbaráttunni vann svo KR góðan útisigur á Breiðablik 87-80.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×