Flestir komnir úr ungliðastarfinu 24. febrúar 2006 22:29 Geir Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, er einn margra ungliða í Sjálfstæðisflokknum sem hafa komist á þing og í ráðherrastól. Sjö af hverjum tíu ráðherrum Sjálfstæðisflokksins frá lýðveldistöku hafa unnið sig upp í gegnum flokksstarfið og hafið ferilinn í ungliðahreyfingu flokksins. Þetta kemur fram í lokaritgerð Jóhanns Bjarna Kolbeinssonar, nema í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Það er betra að hafa starfað innan ungliðahreyfingar Sjálfstæðisflokksins ætli menn sér pólitískan frama á þeim bænum. Þetta má lesa út úr rannsókn Jóhanns Bjarna Kolbeinssonar, stjórnmálafræðinema við Háskóla Íslands. Í rannsókninni kemur fram að um tveir af hverjum fimm þingmönnum flokksins frá 1944 byrjuðu stjórnmálaferil sinn í ungliðahreyfingu flokksins. Í dag er svo að meirihluti þingmanna, fimmtíu og sex prósent hafa starfað í ungliðahreyfingu flokksins. En munurinn verður enn meiri þegar litið er til ráðherra flokksins. Sjötíu prósent af ráðherrum flokksins hafa starfað innan ungliðahreyfingar hans. Og raunar eiga fyrrum ungliðar mun meiri líkur en aðrir flokksmenn á að verða ráðherrar. Annar hver fyrrum ungliði sem hefur komist á þing hefur orðið ráðherra en innan við sjöundi hver þingmaður flokksins sem ekki hefur starfað í ungliðahreyfingunni. Það virðist líka skipta máli um hversu snemma menn komist á þing hvort þeir hafi verið í ungliðahreyfingu flokksins eða ekki. Þeir sem þar hafa starfað koma að meðaltali 39 ára á þing. Aðrir koma þangað ekki fyrr en 47 ára, eða tveimur kjörtímabilum síðar en ungliðarnir. Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sjö af hverjum tíu ráðherrum Sjálfstæðisflokksins frá lýðveldistöku hafa unnið sig upp í gegnum flokksstarfið og hafið ferilinn í ungliðahreyfingu flokksins. Þetta kemur fram í lokaritgerð Jóhanns Bjarna Kolbeinssonar, nema í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Það er betra að hafa starfað innan ungliðahreyfingar Sjálfstæðisflokksins ætli menn sér pólitískan frama á þeim bænum. Þetta má lesa út úr rannsókn Jóhanns Bjarna Kolbeinssonar, stjórnmálafræðinema við Háskóla Íslands. Í rannsókninni kemur fram að um tveir af hverjum fimm þingmönnum flokksins frá 1944 byrjuðu stjórnmálaferil sinn í ungliðahreyfingu flokksins. Í dag er svo að meirihluti þingmanna, fimmtíu og sex prósent hafa starfað í ungliðahreyfingu flokksins. En munurinn verður enn meiri þegar litið er til ráðherra flokksins. Sjötíu prósent af ráðherrum flokksins hafa starfað innan ungliðahreyfingar hans. Og raunar eiga fyrrum ungliðar mun meiri líkur en aðrir flokksmenn á að verða ráðherrar. Annar hver fyrrum ungliði sem hefur komist á þing hefur orðið ráðherra en innan við sjöundi hver þingmaður flokksins sem ekki hefur starfað í ungliðahreyfingunni. Það virðist líka skipta máli um hversu snemma menn komist á þing hvort þeir hafi verið í ungliðahreyfingu flokksins eða ekki. Þeir sem þar hafa starfað koma að meðaltali 39 ára á þing. Aðrir koma þangað ekki fyrr en 47 ára, eða tveimur kjörtímabilum síðar en ungliðarnir.
Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira