Sport

Albertini lék kveðjuleik sinn í gær

Albertini var mjög hrærður yfir móttökunum sem hann fékk á San Siro í gær og hér má sjá þá Andriy Shevchenko og Paolo Maldini standa við hlið hans
Albertini var mjög hrærður yfir móttökunum sem hann fékk á San Siro í gær og hér má sjá þá Andriy Shevchenko og Paolo Maldini standa við hlið hans AFP

Ítalski miðjumaðurinn Demetrio Albertini reimaði á sig fótboltaskóna í síðasta sinn á San Siro í Mílanó í gærkvöld þegar spilaður var sérstakur kveðjuleikur honum til heiðurs. Margir af frægustu leikmönnum Milan í gegn um árin tóku þátt í leiknum og sýndu Albertini virðingu sína.

Albertini var lykilmaður í fyrnasterku liði AC Milan á tíunda áratugnum og í gær leiddu saman hesta sína sérstök úrvalslið Milan og Barcelona. Á meðal þeirra sem tóku þátt í leiknum voru þeir Marco Van Basten, Ruud Gullit, Frank Rijkaard, Ronaldinho, Andriy Shevchenko og Franko Baresi. Leikið var fyrir framan 35.000 áhorfendur sem skemmtu sér konunglega.

"Ég hef átt stórkostlegan feril og hef verið heppinn að spila með frábærum leikmönnum. Það er því sannkallaður draumur að fá að enda ferilinn á þennan hátt," sagði Albertini hrærður eftir leikinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×