Denver vann Norðvesturriðilinn 11. apríl 2006 08:23 Carmelo Anthony og félagar höfðu ástæðu til að brosa í nótt þegar liðið tryggði sér efsta sætið í riðli sínum í fyrsta sinn í 18 ár. NordicPhotos/GettyImages Denver tryggði sér í nótt efsta sætið í Norðvesturriðlinum í NBA með 110-98 sigri á Portland og er þetta í fyrsta skipti í 18 ár sem liðið vinnur riðil sinn. Carmelo Anthony skoraði 28 stig fyrir Denver en Sebastian Telfair og Voshon Lenard skoruðu 21 stig fyrir Portland. Indiana lagði New York 101-82. Stephen Jackson skoraði 28 stig fyrir Indiana en Jamal Crawford skoraði 26 stig fyrir New York. Orlando hélt uppteknum hætti og burstaði Atlanta 105-88. Dwight Howard skoraði 20 stig og hirti 16 fráköst fyrir Orlando, en Al Harrington skoraði 19 stig fyrir Atlanta. Philadelphia vann mikilvægan sigur á Washington 105-87 og er nú eitt í 8. sætinu í Austurdeildinni, en það gefur síðasta sætið í úrslitakeppnina. Allen Iverson skoraði 26 stig og gaf 15 stoðsendingar fyrir Philadelphia, en Antawn Jamison skoraði 37 stig fyrir Washington. LeBron James skoraði sigurkörfu Cleveland gegn New Orleans í 103-101 sigri Cleveland, en James skoraði 32 stig í leiknum og var óstöðvandi á lokasprettinum eins og undanfarnar vikur. Nýliðinn Chris Paul skoraði 22 stig fyrir New Orleans og er öruggur með að verða kjörinn nýliði ársins. Utah lagði Houston 85-83, þar sem Juwan Howard hélt að hann hefði jafnað leikinn um leið og lokaflautið gall, en karfa hans var dæmd af eftir að dómarar höfðu skoðað skotið á myndbandi. Howard var stigahæstur hjá Houston með 25 stig, en Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utah með 25 stig og Mehmet Okur skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst. Loks vann Dallas góðan útisigur á LA Clippers á útivelli 75-73 í leik sem sýndur var beint á NBA TV. Leikurinn olli vonbrigðum framan af, en var æsispennandi í lokin. Það var Þjóðverjinn Dirk Nowitzki sem skoraði sigurkörfu Dallas 0,7 sekúndum fyrir leikslok og endaði hann með 20 stig og 14 fráköst. Chris Kaman skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst fyrir Clippers, sem var án Sam Cassell lengst af í leiknum þar sem hann var með flensu. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sjá meira
Denver tryggði sér í nótt efsta sætið í Norðvesturriðlinum í NBA með 110-98 sigri á Portland og er þetta í fyrsta skipti í 18 ár sem liðið vinnur riðil sinn. Carmelo Anthony skoraði 28 stig fyrir Denver en Sebastian Telfair og Voshon Lenard skoruðu 21 stig fyrir Portland. Indiana lagði New York 101-82. Stephen Jackson skoraði 28 stig fyrir Indiana en Jamal Crawford skoraði 26 stig fyrir New York. Orlando hélt uppteknum hætti og burstaði Atlanta 105-88. Dwight Howard skoraði 20 stig og hirti 16 fráköst fyrir Orlando, en Al Harrington skoraði 19 stig fyrir Atlanta. Philadelphia vann mikilvægan sigur á Washington 105-87 og er nú eitt í 8. sætinu í Austurdeildinni, en það gefur síðasta sætið í úrslitakeppnina. Allen Iverson skoraði 26 stig og gaf 15 stoðsendingar fyrir Philadelphia, en Antawn Jamison skoraði 37 stig fyrir Washington. LeBron James skoraði sigurkörfu Cleveland gegn New Orleans í 103-101 sigri Cleveland, en James skoraði 32 stig í leiknum og var óstöðvandi á lokasprettinum eins og undanfarnar vikur. Nýliðinn Chris Paul skoraði 22 stig fyrir New Orleans og er öruggur með að verða kjörinn nýliði ársins. Utah lagði Houston 85-83, þar sem Juwan Howard hélt að hann hefði jafnað leikinn um leið og lokaflautið gall, en karfa hans var dæmd af eftir að dómarar höfðu skoðað skotið á myndbandi. Howard var stigahæstur hjá Houston með 25 stig, en Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utah með 25 stig og Mehmet Okur skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst. Loks vann Dallas góðan útisigur á LA Clippers á útivelli 75-73 í leik sem sýndur var beint á NBA TV. Leikurinn olli vonbrigðum framan af, en var æsispennandi í lokin. Það var Þjóðverjinn Dirk Nowitzki sem skoraði sigurkörfu Dallas 0,7 sekúndum fyrir leikslok og endaði hann með 20 stig og 14 fráköst. Chris Kaman skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst fyrir Clippers, sem var án Sam Cassell lengst af í leiknum þar sem hann var með flensu.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sjá meira