D-listinn klofnaði í afstöðu sinni 13. apríl 2006 17:00 MYND/sudurland.net D-listi Sjálfstæðisflokksins í Árborg klofnaði í afstöðu sinni til samnings um Miðjuna á Selfossi, á fundi bæjarstjórnar Árborgar í gær. Bæjarstjórn samþykkti samning við Miðjuna ehf. um kaup á landi og sölu á byggingarrétti í miðbæ Selfoss, með 8 atkvæðum gegn 1. Annar tveggja bæjarfulltrúa D-listans samþykkti samninginn, en hinn greiddi atkvæði á móti. Með samningnum kaupir bæjarfélagið um 8.000 fermetra lands sem var í eigu Miðjunnar, en félagið heldur byggingarétti á því áfram. Þá selur bærinn Miðjunni byggingarrétt á 5.000 fermetrum lands til viðbótar á aðliggjandi svæði. Fyrir þann byggingarrétt greiðir Miðjan með afsali fyrrgreinds lands síns og 45 milljónir króna að auki. Með þessu tekur bæjarfélagið frumkvæði að skipulagi alls þessa lands og hyggst efna til samkeppni um skipulag þess og næsta nágrennis líka, alls um 25.000 fermetra. Á bæjarstjórnarfundinum bar Ásmundur Sverrir Pálsson, forseti bæjarstjórnar, upp tillögu um samþykkt samningsins við Miðjuna. Aðeins einn tók til máls í umræðum um málið, Björn Bj. Jónsson varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins. Áður en til atkvæðagreðislunnar kom, báðu Sjálfstæðismenn um fundarhlé og eftir það var gengið til atkvæða. Þar greiddi Halldór Valur Pálsson, annar fulltrúa D-listans, einn bæjarfulltrúa atkvæði gegn tillögunni og lagði fram skriflega bókun þar sem hann gerði grein fyrir atkvæði sínu. Hinn bæjarfultrúi D-lista, Páll Leó Jónsson, samþykkti hins vegar samninginn ásamt öllum fulltrúum Samfylkingar og Framsóknarflokks. Gylfi Þorkelsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar fjallar um fundinn og afgreiðslu samningsins á heimasíðu sinni. Gylfi segir atburðinn fáheyrðan. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Árborg hafi fjölmennt á bæjarstjórnarfund til þess að þrýsta á bæjarstjórnarfulltrúa flokksins að breyta afstöðu sinni og greiða atkvæði gegn einu mikilvægasta framfaramáli í sveitarfélaginu í áratugi. sudurland.net Frétt á vef Árborgar Skrif Gylfa Þorkelssonar bæjarfulltrúa Samfylkingar um málið Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Sjá meira
D-listi Sjálfstæðisflokksins í Árborg klofnaði í afstöðu sinni til samnings um Miðjuna á Selfossi, á fundi bæjarstjórnar Árborgar í gær. Bæjarstjórn samþykkti samning við Miðjuna ehf. um kaup á landi og sölu á byggingarrétti í miðbæ Selfoss, með 8 atkvæðum gegn 1. Annar tveggja bæjarfulltrúa D-listans samþykkti samninginn, en hinn greiddi atkvæði á móti. Með samningnum kaupir bæjarfélagið um 8.000 fermetra lands sem var í eigu Miðjunnar, en félagið heldur byggingarétti á því áfram. Þá selur bærinn Miðjunni byggingarrétt á 5.000 fermetrum lands til viðbótar á aðliggjandi svæði. Fyrir þann byggingarrétt greiðir Miðjan með afsali fyrrgreinds lands síns og 45 milljónir króna að auki. Með þessu tekur bæjarfélagið frumkvæði að skipulagi alls þessa lands og hyggst efna til samkeppni um skipulag þess og næsta nágrennis líka, alls um 25.000 fermetra. Á bæjarstjórnarfundinum bar Ásmundur Sverrir Pálsson, forseti bæjarstjórnar, upp tillögu um samþykkt samningsins við Miðjuna. Aðeins einn tók til máls í umræðum um málið, Björn Bj. Jónsson varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins. Áður en til atkvæðagreðislunnar kom, báðu Sjálfstæðismenn um fundarhlé og eftir það var gengið til atkvæða. Þar greiddi Halldór Valur Pálsson, annar fulltrúa D-listans, einn bæjarfulltrúa atkvæði gegn tillögunni og lagði fram skriflega bókun þar sem hann gerði grein fyrir atkvæði sínu. Hinn bæjarfultrúi D-lista, Páll Leó Jónsson, samþykkti hins vegar samninginn ásamt öllum fulltrúum Samfylkingar og Framsóknarflokks. Gylfi Þorkelsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar fjallar um fundinn og afgreiðslu samningsins á heimasíðu sinni. Gylfi segir atburðinn fáheyrðan. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Árborg hafi fjölmennt á bæjarstjórnarfund til þess að þrýsta á bæjarstjórnarfulltrúa flokksins að breyta afstöðu sinni og greiða atkvæði gegn einu mikilvægasta framfaramáli í sveitarfélaginu í áratugi. sudurland.net Frétt á vef Árborgar Skrif Gylfa Þorkelssonar bæjarfulltrúa Samfylkingar um málið
Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Sjá meira