Innlent

Sundabraut í göng fyrsti kostur

MYND/Valli

Fyrsti valkostur við lagningu Sundabrautar er að leggja hana í göng segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóraefni Samfylkingarinnar. Hann segir að nú snúi upp á Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra að tryggja fjármögnun framkvæmdarinnar.

Samráðsnefnd um lagningu Sundabrautar ákvað í dag að hefja athugun á því að leggja göng milli Grafarvogs og Voganna. Viðbúið er að sú athugun taki átta vikur og er því ljóst að niðurstöður hennar liggja ekki fyrir fyrr en að kosningum loknum.

Dagur sagði í samtali við NFS í dag að hann teldi að kostnaður kynni að verða minni en hingað til hefur verið talið. Ástæðuna fyrir þeirri skoðun sinni segir hann að nokkur ár sé síðan sú kostnaðarspá var gerð og að gera megi ráð fyrir að ný tækni verði til að gera lagningu Sundabrautar í göng ódýrari en áður var talið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×