Innlent

Femínistafélagið fær jafnréttisverðlaun

Meðal þeirra verkefna sem voru tiltekin í röksemdafærslu fyrir verðlaununum var það þegar forsætisráðherra var flutt femínistalesefni í bleikri hjólböru.
Meðal þeirra verkefna sem voru tiltekin í röksemdafærslu fyrir verðlaununum var það þegar forsætisráðherra var flutt femínistalesefni í bleikri hjólböru. MYND/GVA

Femínistafélag Íslands hlaut Jafnréttisverðlaun Reykjavíkurborgar. Verðlaunin voru veitt í fyrsta skipti í dag og sagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri að það hefði komið á óvart hversu margar tilnefningar bárust.

Í niðurstöðu dómnefndar segir að Femínistafélagið fái verðlaunin fyrir ötult og fjölbreytt starf sitt að jafnréttismálum. Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona félagsins, tók við verðlaununum. Hún sagði að Femínistafélagið væri róttækt félag og því þætti sér það sýna hugrekki af hálfu Reykjavíkuborgar að heiðra það með þessum hætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×