Neitar að hafa verið við stjórnvölinn 5. maí 2006 18:49 Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, neitar því að hafa verið við stjórnvölinn þegar skemmtibátur hans Harpa steytti á skeri á Viðeyjarsundi. Jónas, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi og brot á siglingalögum, segir Matthildi Harðardóttur hafa stýrt bátnum, en hún lést í slysinu. Andrúmsloftið var þungt í dómsal í dag þegar vitni voru kölluð fyrir. Jónas Garðarson var fyrstur. Hann er ákærður fyrir að hafa verið undir áhrifum áfengis þegar hann stýrði skemmtibáti sínum sem steytti á skeri á Viðeyjarsundi aðfaranótt 10. september í haust, í slæmu veðri. Maður og kona létust í slysinu. Jónas er ákærður fyrir manndráp og líkamstjón af gáleysi og brot á siglingalögum. Hann á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Jónas sagðist hafa stýrt bátnum fyrri hluta ferðarinnar, þá hafi Matthildur Harðardóttir tekið við stjórn og siglt bátnum í strand. Matthildur og sambýlismaður hennar létust í slysinu. Jónas viðurkenndi að hafa neytt áfengis um kvöldið en hann hefði þó ekki fundið fyrir áhrifum þess. Jónas mældist með 1,07 prómill í blóðinu tveimur og hálfum tíma eftir slysið, það er tvöfalt magn áfengis en miðað er við í ölvunarakstri. Að öðru leyti sagðist Jónas lítið muna eftir slysinu og aðdraganda þess og útskýrði minnisleysi sitt með því að hafa orðið fyrir áfalli. Jónas sagðist ekki vita fyrir víst hvort talstöðin í bátnum hafi verið opin þó hann teldi það líklegt. Hann man ekki hvort sjókort var í bátnum eða hvort hann hafi séð til þess að farþegar færu í björgunarvesti. Eiginkona Jónasar, sem auk Jónasar og syni hans var bjargað af bátnum, kvaðst ekki muna hver var við stýrið þegar slysið varð. Hún sagði þó við yfirheyrslur hjá lögreglu stuttu eftir slysið að Jónas hefði verið við stýri. Hún skýrði breyttan framburð sinn með því að hún hefði orðið fyrir áfalli þegar slysið varð og lítið munað eftir því þegar hún gaf lögreglu skýrslu. Sérfræðivitnum sem kölluð voru til að skera úr um það hver var við stjórnvölinn, bar ekki saman. Lögreglumaðurinn sem stýrði rannsókn á slysinu telur fullvíst að Jónas hafi verið við stýrið. Það sýni þeir áverkar sem Jónas hlaut. Bæklunarlæknir, sem einnig bar vitni fyrir dómi í dag er á öðru máli. Málflutningi verður fram haldið í héraðsdómi á mánudag. Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira
Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, neitar því að hafa verið við stjórnvölinn þegar skemmtibátur hans Harpa steytti á skeri á Viðeyjarsundi. Jónas, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi og brot á siglingalögum, segir Matthildi Harðardóttur hafa stýrt bátnum, en hún lést í slysinu. Andrúmsloftið var þungt í dómsal í dag þegar vitni voru kölluð fyrir. Jónas Garðarson var fyrstur. Hann er ákærður fyrir að hafa verið undir áhrifum áfengis þegar hann stýrði skemmtibáti sínum sem steytti á skeri á Viðeyjarsundi aðfaranótt 10. september í haust, í slæmu veðri. Maður og kona létust í slysinu. Jónas er ákærður fyrir manndráp og líkamstjón af gáleysi og brot á siglingalögum. Hann á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Jónas sagðist hafa stýrt bátnum fyrri hluta ferðarinnar, þá hafi Matthildur Harðardóttir tekið við stjórn og siglt bátnum í strand. Matthildur og sambýlismaður hennar létust í slysinu. Jónas viðurkenndi að hafa neytt áfengis um kvöldið en hann hefði þó ekki fundið fyrir áhrifum þess. Jónas mældist með 1,07 prómill í blóðinu tveimur og hálfum tíma eftir slysið, það er tvöfalt magn áfengis en miðað er við í ölvunarakstri. Að öðru leyti sagðist Jónas lítið muna eftir slysinu og aðdraganda þess og útskýrði minnisleysi sitt með því að hafa orðið fyrir áfalli. Jónas sagðist ekki vita fyrir víst hvort talstöðin í bátnum hafi verið opin þó hann teldi það líklegt. Hann man ekki hvort sjókort var í bátnum eða hvort hann hafi séð til þess að farþegar færu í björgunarvesti. Eiginkona Jónasar, sem auk Jónasar og syni hans var bjargað af bátnum, kvaðst ekki muna hver var við stýrið þegar slysið varð. Hún sagði þó við yfirheyrslur hjá lögreglu stuttu eftir slysið að Jónas hefði verið við stýri. Hún skýrði breyttan framburð sinn með því að hún hefði orðið fyrir áfalli þegar slysið varð og lítið munað eftir því þegar hún gaf lögreglu skýrslu. Sérfræðivitnum sem kölluð voru til að skera úr um það hver var við stjórnvölinn, bar ekki saman. Lögreglumaðurinn sem stýrði rannsókn á slysinu telur fullvíst að Jónas hafi verið við stýrið. Það sýni þeir áverkar sem Jónas hlaut. Bæklunarlæknir, sem einnig bar vitni fyrir dómi í dag er á öðru máli. Málflutningi verður fram haldið í héraðsdómi á mánudag.
Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira