Gagnrýna kaupin á svæði Gusts harðlega 10. maí 2006 17:34 Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í gær að greiða eigendum hesthúsalóða 27 þúsund krónur fyrir fermetrann á hesthúsasvæði Gusts. Á sama tíma hefur bærinn vísað deilu um lóðaverð á Vatnsendasvæðinu til dómstóla, þar sem hann telur 4.500 krónur fyrir fermetrann vera allt of hátt verð.Mikill órói skapaðist um hesthúsabyggð Gusts í Glaðheimum síðasta haust þegar fjárfestingafélagið KGR tók til við að kaupa upp hesthús. KGR tókst að kaupa fjörutíu prósent hesthúsa sem standa á um fimmtán prósentum hesthúsabyggðarinnar.Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í gær að kaupa hesthúsin og lóðirnar og nemur kostnaður við það um þremur milljörðum króna. Svæðið er í eigu Kópavogsbæjar en Gustur hafði afnotarétt af því til ársins 2038. Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar greiðir bærinn um þrjá milljarða fyrir svæðið núna.Samfylkingarmenn í bæjarstjórn eru afar ósáttir við þetta. "Þetta er mjög vondur samningur fyrir Kópavogsbæ," segir Flosi Eiríksson, oddviti Samfylkingarinnar. "Bærinn ætlar þarna að borga ákveðnum aðilum, uppkaupsmönnum, 68 þúsund krónur á fermetrann fyrir land sem Kópavogsbær á. Það er verið að gera samning um að eyða þremur milljörðum af fé bæjarbúa, og það var samþykkt að taka fyrir því sérstakt lán í gær, til að bjarga einhverjum fasteignabröskurum."Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi og oddviti Sjálfstæðismanna, gefur lítið fyrir ummæli Flosa og segir Samfylkinguna hafa skipt um skoðun í málinu trekk í trekk. Hann segir Gustsmenn hafa óskað eftir aðkomu bæjaryfirvalda. "Við oddvitanir fórum yfir það mál eins og okkur var falið af bæjarráði," segir Gunnar. "Við komumst að því að þetta var mjög hagfellt mál til að leysa málefni Gusts til framtíðar, með því að flytja félagið á Kjóavelli, og hins vegar er þetta verulegur fjárhagslegur ávinningur fyrir bæjarsjóð og skattgreiðendur í Kópavogi."Gunnar segir að svæðinu verði úthlutað undir íbúðabyggð í nokkrum áföngum vegna þess hversu stórt það sé. Hann á von á að þegar á þessu ári verði búið að fá tvo milljarða króna upp í þriggja milljarða króna kaupverðið.Samfylkingin lagði til að í stað þess að kaupa upp Gustssvæðið yrði gengið til samninga við félagið um að öllum hesthúsaeigendum yrði tryggð ný og góð hesthús á Kjóavöllum fyrir sanngjarnt verð. Gunnar gefur lítið fyrir þetta og segir að tillagan myndi leiða til þess að Gustur klofnaði þar sem einungis þeim sem nú eiga hesthús væri boðið hesthús á nýja staðnum. Þeir sem væru búnir að selja væru skildir útundan. Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Sjá meira
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í gær að greiða eigendum hesthúsalóða 27 þúsund krónur fyrir fermetrann á hesthúsasvæði Gusts. Á sama tíma hefur bærinn vísað deilu um lóðaverð á Vatnsendasvæðinu til dómstóla, þar sem hann telur 4.500 krónur fyrir fermetrann vera allt of hátt verð.Mikill órói skapaðist um hesthúsabyggð Gusts í Glaðheimum síðasta haust þegar fjárfestingafélagið KGR tók til við að kaupa upp hesthús. KGR tókst að kaupa fjörutíu prósent hesthúsa sem standa á um fimmtán prósentum hesthúsabyggðarinnar.Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í gær að kaupa hesthúsin og lóðirnar og nemur kostnaður við það um þremur milljörðum króna. Svæðið er í eigu Kópavogsbæjar en Gustur hafði afnotarétt af því til ársins 2038. Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar greiðir bærinn um þrjá milljarða fyrir svæðið núna.Samfylkingarmenn í bæjarstjórn eru afar ósáttir við þetta. "Þetta er mjög vondur samningur fyrir Kópavogsbæ," segir Flosi Eiríksson, oddviti Samfylkingarinnar. "Bærinn ætlar þarna að borga ákveðnum aðilum, uppkaupsmönnum, 68 þúsund krónur á fermetrann fyrir land sem Kópavogsbær á. Það er verið að gera samning um að eyða þremur milljörðum af fé bæjarbúa, og það var samþykkt að taka fyrir því sérstakt lán í gær, til að bjarga einhverjum fasteignabröskurum."Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi og oddviti Sjálfstæðismanna, gefur lítið fyrir ummæli Flosa og segir Samfylkinguna hafa skipt um skoðun í málinu trekk í trekk. Hann segir Gustsmenn hafa óskað eftir aðkomu bæjaryfirvalda. "Við oddvitanir fórum yfir það mál eins og okkur var falið af bæjarráði," segir Gunnar. "Við komumst að því að þetta var mjög hagfellt mál til að leysa málefni Gusts til framtíðar, með því að flytja félagið á Kjóavelli, og hins vegar er þetta verulegur fjárhagslegur ávinningur fyrir bæjarsjóð og skattgreiðendur í Kópavogi."Gunnar segir að svæðinu verði úthlutað undir íbúðabyggð í nokkrum áföngum vegna þess hversu stórt það sé. Hann á von á að þegar á þessu ári verði búið að fá tvo milljarða króna upp í þriggja milljarða króna kaupverðið.Samfylkingin lagði til að í stað þess að kaupa upp Gustssvæðið yrði gengið til samninga við félagið um að öllum hesthúsaeigendum yrði tryggð ný og góð hesthús á Kjóavöllum fyrir sanngjarnt verð. Gunnar gefur lítið fyrir þetta og segir að tillagan myndi leiða til þess að Gustur klofnaði þar sem einungis þeim sem nú eiga hesthús væri boðið hesthús á nýja staðnum. Þeir sem væru búnir að selja væru skildir útundan.
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Sjá meira