Fótbolti

Laudrup hættir hjá Bröndby

Laudrup er einn besti knattspyrnumaður sem Danir hafa alið.
Laudrup er einn besti knattspyrnumaður sem Danir hafa alið.
Danska knattspyrnugoðsögnin Michael Laudrup tilkynnti í dag að hann muni ekki framlengja samning sinn sem knattspyrnustjóri danska liðsins Bröndby. Þessi tíðindi hafa nú kynt undir þrálátan orðróm sem uppi hefur verið í Danmörku undanfarna mánuði þess efnis að Laudrup sé að fara að taka við spænska stórliðinu Real Madrid.

Laudrup sem er 41 árs hefur stýrt Bröndby síðan árið 2001 en liðið hafnaði í 2. sæti deildarinnar í vor á eftir meisturum FC Köbenhavn. Laudrup var talsvert gagnrýndur þegar liðinu mistókst að ná meistaratitlinum á dögunum. Einn af lokaleikjum tímabilsins hjá Bröndby var gegn Herði Sveinssyni og félögum í Silkeborg sem vann óvæntan sigur þar sem Hörður skoraði tvö mörk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×