Viðskipti erlent

Bjartsýni á evrusvæðinu

Evur.
Evur.

Væntingarvísitala neytenda og fyrirtækja á evrusvæðinu mældist 106,7 stig í maí og hefur ekki verið hærri frá því í apríl fyrir fimm árum. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans segir að vöxtur á evrusvæðinu hafi aukist á síðustu mánuðum og styðji væntingarnar enn frekar þá þróun.

Greiningardeild bankans segir ennfremur að samfara hraðari vexti aukist hættan á verðbólguþrýstingi, en Seðlabanki Evrópu hefur nú hækkað stýrivexti sína tvisvar sinnum um 0,25 prósent frá því í desember á síðasta ári.

Næsta vaxtaákvörðun bankans verður þann 8. júní næstkomandi og þykja líkur á 50 punkta hækkun hafa aukist töluvert. Hækkunin hefur ekki verið jafn mikil í einu frá því í júní árið 2000.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×