Viðskipti erlent

Lyfjafyrirtæki berjast um keppinaut

Merki Pfizer Inc.
Merki Pfizer Inc. Mynd/AFP

Líkur er sagðar á því að breski lyfjaframleiðandinn GlaxoSmithKline ætli að bjóða rúma 15 milljarða Bandaríkjadali, jafnvirði 1.078 milljarða íslenskra króna , í bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer Inc., sem er eitt það stærsta í heimi.

Fréttastofa Reuters segir fleiri lyfjafyrirtæki horfa til þess að kaupa Pfizer Inc., m.a. Johnson & Johnson. Hefur fréttastofan eftir fjármálasérfræðingum að fyrirtækið sé metið á 14 milljarða dali en tilboð GlaxoSmithKline er einum milljarði yfir matinu.

Pfizer Inc. framleiðir m.a. munnskol og magasýrulyf.

Verði af kaupum GlaxoSmithKline í Pfizer Inc. er ennfremur talið víst að það muni tryggja stöðu fyrirtækisins á alþjóðavettvangi.

Stjórn Pfizer Inc. ákvað í febrúar síðastliðnum að setja fyrirtækið í söluferli og er búist við harðri samkeppni í það.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×