Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir sigrar í Madríd 2. júní 2006 14:30 Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópransöngkona vann á fimmtudagskvöld til aðalverðlaunanna í alþjóðlegu tónlistarkeppninni "Concurso Internacional Joaquín Rodrigo" sem staðið hefur yfir í Madríd undanfarna viku. Keppnin er kennd við tónskáldið Joaquín Rodrigo (1901-1999), einn ástsælasta tónlistarmann Spánverja á síðari tímum. Keppnin fór fram í þremur umferðum, en í lokakeppnina komust þrír gítarleikarar og þrír söngvarar. Í fyrri umferðunum söng Guðrún aríur úr óperum og zarzúelum og sönglög frá ýmsum löndum, en fyrsta lagið sem hún söng var Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns. Í lokakeppninni söng Guðrún einungis verk eftir Rodrigo, á spænsku og katalónsku. Guðrún var eini söngvarinn í úrslitunum sem kom frá landi þar sem spænska er ekki móðurmál. Keppendur frá 20 þjóðlöndum tóku þátt. Guðrún vann aðalverðlaun hátíðarinnar, Rodrigo-verðlaunin, sem allir þátttakendur kepptu um, bæði söngvarar og gítarleikarar. Hún var einnig hlutskörpust í flokki söngvara, þar sem hún hlaut önnur verðlaun, en ekki voru veitt fyrstu verðlaun í honum að þessu sinni. Bæði verðlaunin fela í sér verðlaunafé og tónleikahald á Spáni. Spænska Ríkissjónvarpið TVE2 tók lokakeppnina upp og mun sjónvarpa henni bráðlega, en einnig verður gefinn út dvd diskur með upptökunni. Forseti dómnefndar var einn þekktasti hljómsveitarstjóri Spánar, Miguel Ángel Gómez Martínez, en auk hans sátu í dómnefndinni tónskáld, söngvarar og söngkennarar ásamt stjórnendum listahátíða og óperuhúsa víða um Evrópu. Úrslitin fóru fram í nýjum tónleikasal, Auditorio 400, í Reina Sofia nútímalistasafninu í hjarta Madrídar. Undirleik í úrslitunum annaðist sinfóníuhljómsveitin la Orquesta de la Comunidad de Madrid, undir stjórn Miguel Roa. Keppninni er ætlað að koma ungum tónlistarmönnum á framfæri og stuðla að enn frekari útbreiðslu tónverka eftir Joaquín Rodrigo. Guðrún söng síðast á Íslandi í "Mildi Títusar" með Sinfóníuhjómsveit Íslands í janúar og við setningu Listahátíðar í Reykjavík í maí, þar sem hún frumflutti þrjú lög sem Þorkell Sigurbjörnsson hafði samið sérstaklega fyrir hana. Fyrsti sólódiskur Guðrúnar mun koma út hjá 12 tónum í haust og innihalda meðal annars ljóðaflokkana "Haugtussa" eftir Grieg og "Frauenliebe und -Leben" eftir Schumann með píanóleikaranum Víkingi Heiðari Ólafssyni. Á næstunni mun einnig koma út síðari hluti heildarútgáfu sönglaga Sigvalda Kaldalóns, þar sem Guðrún syngur lagið "Ave María" við undirleik Jónasar Ingimundarsonar, en með því lagi vann Guðrún til þriðju verðlauna í alþjóðlegri söngkepnni í Róm árið 2004. Guðrún er listrænn stjórnandi Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri í ágúst og mun koma þar fram á þrennum tónleikum með íslenskum og erlendum tónlistarmönnum. Lífið Menning Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Fleiri fréttir Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Sjá meira
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópransöngkona vann á fimmtudagskvöld til aðalverðlaunanna í alþjóðlegu tónlistarkeppninni "Concurso Internacional Joaquín Rodrigo" sem staðið hefur yfir í Madríd undanfarna viku. Keppnin er kennd við tónskáldið Joaquín Rodrigo (1901-1999), einn ástsælasta tónlistarmann Spánverja á síðari tímum. Keppnin fór fram í þremur umferðum, en í lokakeppnina komust þrír gítarleikarar og þrír söngvarar. Í fyrri umferðunum söng Guðrún aríur úr óperum og zarzúelum og sönglög frá ýmsum löndum, en fyrsta lagið sem hún söng var Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns. Í lokakeppninni söng Guðrún einungis verk eftir Rodrigo, á spænsku og katalónsku. Guðrún var eini söngvarinn í úrslitunum sem kom frá landi þar sem spænska er ekki móðurmál. Keppendur frá 20 þjóðlöndum tóku þátt. Guðrún vann aðalverðlaun hátíðarinnar, Rodrigo-verðlaunin, sem allir þátttakendur kepptu um, bæði söngvarar og gítarleikarar. Hún var einnig hlutskörpust í flokki söngvara, þar sem hún hlaut önnur verðlaun, en ekki voru veitt fyrstu verðlaun í honum að þessu sinni. Bæði verðlaunin fela í sér verðlaunafé og tónleikahald á Spáni. Spænska Ríkissjónvarpið TVE2 tók lokakeppnina upp og mun sjónvarpa henni bráðlega, en einnig verður gefinn út dvd diskur með upptökunni. Forseti dómnefndar var einn þekktasti hljómsveitarstjóri Spánar, Miguel Ángel Gómez Martínez, en auk hans sátu í dómnefndinni tónskáld, söngvarar og söngkennarar ásamt stjórnendum listahátíða og óperuhúsa víða um Evrópu. Úrslitin fóru fram í nýjum tónleikasal, Auditorio 400, í Reina Sofia nútímalistasafninu í hjarta Madrídar. Undirleik í úrslitunum annaðist sinfóníuhljómsveitin la Orquesta de la Comunidad de Madrid, undir stjórn Miguel Roa. Keppninni er ætlað að koma ungum tónlistarmönnum á framfæri og stuðla að enn frekari útbreiðslu tónverka eftir Joaquín Rodrigo. Guðrún söng síðast á Íslandi í "Mildi Títusar" með Sinfóníuhjómsveit Íslands í janúar og við setningu Listahátíðar í Reykjavík í maí, þar sem hún frumflutti þrjú lög sem Þorkell Sigurbjörnsson hafði samið sérstaklega fyrir hana. Fyrsti sólódiskur Guðrúnar mun koma út hjá 12 tónum í haust og innihalda meðal annars ljóðaflokkana "Haugtussa" eftir Grieg og "Frauenliebe und -Leben" eftir Schumann með píanóleikaranum Víkingi Heiðari Ólafssyni. Á næstunni mun einnig koma út síðari hluti heildarútgáfu sönglaga Sigvalda Kaldalóns, þar sem Guðrún syngur lagið "Ave María" við undirleik Jónasar Ingimundarsonar, en með því lagi vann Guðrún til þriðju verðlauna í alþjóðlegri söngkepnni í Róm árið 2004. Guðrún er listrænn stjórnandi Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri í ágúst og mun koma þar fram á þrennum tónleikum með íslenskum og erlendum tónlistarmönnum.
Lífið Menning Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Fleiri fréttir Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein