Boðið í breska flugvelli 6. júní 2006 15:34 Frá Heathrowvelli. Mynd/AFP Stjórn breska fyrirtækisins BAA Group, sem rekur sjö flugvelli í Bretlandi, m.a. Heathrow og Gatwick auk þess sem fyrirtækið hefur starfsemi á nokkrum flugvöllum í öðrum löndum í Evrópu, hefur lýst yfir samþykki við yfirtökutilboð spænska fyrirtækisins Grupo Ferrovial í fyrirtækið. Tilboðið hljóðar upp á 950,25 pens á hlut eða 10,3 milljarða punda, jafnvirði 1.408 milljarða íslenskra króna. Fleiri hafa sýnt flugvallarekstrinum áhuga en bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs hafði áður boðið 955,25 pens á hlut í reksturinn fyrir hönd fleiri fjárfesta. Hvöttu forsvarsmenn Goldman Sachs hluthafa í BAA Group til að íhuga tilboðið og sögðu að von væri á tilkynningu frá bankanum innan skamms. Yfirtökunefnd Bretlands hefur lengt tilboðsfrest í BAA Group til 16. júní næstkomandi. Yfirtökutilboð Ferrovial í fyrirtækið er 17 prósentum hærra en fyrra tilboð, sem hljóðaði upp á 810 pens á hlut. Þá er tilboðið heilum 49 prósentum hærra en gengi hlutabréfa í fyrirtækinu var áður en Ferrovial greindi frá því að fyrirtækið væri að íhuga að gera tilboð í reksturinn. Tveimur mánuðum síðar gerði Ferrovial óvinveitt yfirtökutilboð í BAA. Gengi hlutabréfa í BAA hækkaði um 2,26 prósent eftir að greint var frá tilboðinu í dag. Gengi hlutabréfa í Ferrovial lækkaði hins vegar um 2,7 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stjórn breska fyrirtækisins BAA Group, sem rekur sjö flugvelli í Bretlandi, m.a. Heathrow og Gatwick auk þess sem fyrirtækið hefur starfsemi á nokkrum flugvöllum í öðrum löndum í Evrópu, hefur lýst yfir samþykki við yfirtökutilboð spænska fyrirtækisins Grupo Ferrovial í fyrirtækið. Tilboðið hljóðar upp á 950,25 pens á hlut eða 10,3 milljarða punda, jafnvirði 1.408 milljarða íslenskra króna. Fleiri hafa sýnt flugvallarekstrinum áhuga en bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs hafði áður boðið 955,25 pens á hlut í reksturinn fyrir hönd fleiri fjárfesta. Hvöttu forsvarsmenn Goldman Sachs hluthafa í BAA Group til að íhuga tilboðið og sögðu að von væri á tilkynningu frá bankanum innan skamms. Yfirtökunefnd Bretlands hefur lengt tilboðsfrest í BAA Group til 16. júní næstkomandi. Yfirtökutilboð Ferrovial í fyrirtækið er 17 prósentum hærra en fyrra tilboð, sem hljóðaði upp á 810 pens á hlut. Þá er tilboðið heilum 49 prósentum hærra en gengi hlutabréfa í fyrirtækinu var áður en Ferrovial greindi frá því að fyrirtækið væri að íhuga að gera tilboð í reksturinn. Tveimur mánuðum síðar gerði Ferrovial óvinveitt yfirtökutilboð í BAA. Gengi hlutabréfa í BAA hækkaði um 2,26 prósent eftir að greint var frá tilboðinu í dag. Gengi hlutabréfa í Ferrovial lækkaði hins vegar um 2,7 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira