Viðskipti erlent

Olíuverð lækkaði í dag

Frá verðbréfamarkaði á Wall Street í New York í Bandaríkjunum.
Frá verðbréfamarkaði á Wall Street í New York í Bandaríkjunum. Mynd/AFP

Olíuverð fór niður fyrir 70 Bandaríkjadali á tunnu í dag í kjölfar fregna um dauða Abus Musab al-Zarqawis, æðsta manns hryðjuverkasamtakanna al-Qaida í Írak. Þá munu fregnir þess efnis að skæruliðar í Nígeríu muni gefa erlendum gíslum sínum frelsi hafa ýtt verðinu niður. Olíuverðið hefur ekki verið lægra í hálfan mánuð.

Verð á olíu, sem verður afhent í næsta mánuði, lækkaði um 98 sent í rafrænum viðskiptum á mörkuðum í New York í Bandaríkjunum í dag og stendur verðið í 69,84 dölum á tunnu.

Þá lækkaði Norðursjávarolíu um 96 sent á mörkuðum í Lundúnum í Bretlandi í dag og stendur olíutunnan í 68,23 Bandaríkjadölum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×