Viðskipti erlent

Stýrivaxtahækkun á evrusvæðinu

Seðlabanki Evrópu hækkaði stýrivexti á evrusvæðinu um 0,25 prósent í dag og standa þeir nú í 2,75 prósentum. Almennt var búist við stýrivaxtahækkuninni en nokkrir bjuggust hins vegar við 0,5 prósenta hækkun.

Verðbólga á evrusvæðinu mælist nú 2,5 prósent, hálfu prósentustigi yfir verðbólgumarkmiðum evrópska seðlabankans. Horft er til þess að stýrivaxtahækkunin dragi úr frekari verðbólgu á evrusvæðinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×