Viðskipti erlent

Minni viðskiptahalli en búist var við

Viðskiptahallinn í Bandaríkunum jókst um 2,5 prósent í apríl og var vöruskiptajöfnuður óhagstæður um 63,4 milljarða Bandaríkadali. Þetta er minni halli en fjármálasérfræðingar spáðu fyrir um en þeir óttuðust að vöruskipti yrðu óhagstæð um 65 milljarða dali.

Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum nemur 252 milljörðum dala það sem af er árinu og eru líkur á að hann verði meiri en viðskiptahallinn var á síðasta ári þegar hann nam 716 milljörðum dala.

Vöruskiptajöfnuður skiptir miklu máli fyrir gengi dals en hann hefur veikst gagnvart öðrum gjaldmiðlum á alþjóðlegum mörkuðum. Er það mat sérfræðinga í Bandaríkjunum að minni halli en óttast var geti orðið til þess að styrkja gengið til skamms tíma. Dalur styrktist gagnvart evru og japanska jeninu á mörkuðum í dag í kjölfar þess að viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði upplýsingar um vöruskiptajöfnuðinn í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×