Ekki hægt að segja nei við Barcelona 14. júní 2006 20:13 Eiður Smári er hér við undirritun samnings síns í Barcelona í dag, en með honum á myndinni eru þeir Joan Laporta forseti félagsins og Frank Rijkaard þjálfari Barcelona. AFP Eiður Smári Guðjohnsen sagði að tækifærið til að ganga í raðir Evrópumeistara hefði verið of gott til að hafna því. Eiður gekk formlega í raðir spænska risans í dag eftir að hafa gengist undir læknisskoðun. Kaupverðið var rúmur milljarður króna og samningurinn er til fjögurra ára. "Ég fékk tilboð frá nokkrum öðrum liðum, en tækifærið til að ganga í raðir Barcelona var of gott til að neita því. Það verður sannur heiður fyrir mig að fá að spila með þessu félagi, enda er Barcelona eitt stærsta og virtasta félagslið veraldar," sagði Eiður og varaði fólk við að bera sig saman við forvera sinn hjá liðinu, Svíann Henrik Larsson. "Ég veit að fólk er að tala um að ég sé eftirmaður Henrik Larsson hjá Barcelona, en það er ég ekki. Ég er allt öðruvísi leikmaður en hann og hef minn eigin stíl," sagði Eiður Smári á blaðamannafundinum í dag. Eiður mun leika í treyju númer sjö eins og sjá má á myndinni, en það er númerið sem Larsson notaði á síðustu leiktíð. Eiður lék í treyju númer 22 hjá Chelsea og það númer var á lausu hjá Barcelona. Hann hefur enn ekki vilja gefa upp af hverju númer 7 varð fyrir valinu, en lætur það væntanlega í ljós fljótlega. "Ég er að koma frá liði þar sem menn voru vanir því að vinna og þurftu að gæta þess að missa ekki hungur og einbeitingu og það sama á við hjá þessu félagi," sagði Eiður og greindi frá samtali sínu við Jose Mourinho þegar hann fór frá Chelsea. "Við áttum gott spjall og ákváðum að væri kominn tími til að breyta til eftir sex ár. Við töluðum ekkert sérstaklega um að til stæði að ég færi til Barcelona á þeim tímapunkti, en ég man hvað Mourinho sagði okkur um Barcelona áður en við mættum þeim í meistaradeildinni á sínum tíma. Hann sagði mér frá ástríðu fólksins og hvað félagi þýddi fyrir fólkið hérna í Katalóníu - að Barcelona væri félag fólksins," sagði Eiður í samtali við Sky-sjónvarpsstöðina í dag. Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen sagði að tækifærið til að ganga í raðir Evrópumeistara hefði verið of gott til að hafna því. Eiður gekk formlega í raðir spænska risans í dag eftir að hafa gengist undir læknisskoðun. Kaupverðið var rúmur milljarður króna og samningurinn er til fjögurra ára. "Ég fékk tilboð frá nokkrum öðrum liðum, en tækifærið til að ganga í raðir Barcelona var of gott til að neita því. Það verður sannur heiður fyrir mig að fá að spila með þessu félagi, enda er Barcelona eitt stærsta og virtasta félagslið veraldar," sagði Eiður og varaði fólk við að bera sig saman við forvera sinn hjá liðinu, Svíann Henrik Larsson. "Ég veit að fólk er að tala um að ég sé eftirmaður Henrik Larsson hjá Barcelona, en það er ég ekki. Ég er allt öðruvísi leikmaður en hann og hef minn eigin stíl," sagði Eiður Smári á blaðamannafundinum í dag. Eiður mun leika í treyju númer sjö eins og sjá má á myndinni, en það er númerið sem Larsson notaði á síðustu leiktíð. Eiður lék í treyju númer 22 hjá Chelsea og það númer var á lausu hjá Barcelona. Hann hefur enn ekki vilja gefa upp af hverju númer 7 varð fyrir valinu, en lætur það væntanlega í ljós fljótlega. "Ég er að koma frá liði þar sem menn voru vanir því að vinna og þurftu að gæta þess að missa ekki hungur og einbeitingu og það sama á við hjá þessu félagi," sagði Eiður og greindi frá samtali sínu við Jose Mourinho þegar hann fór frá Chelsea. "Við áttum gott spjall og ákváðum að væri kominn tími til að breyta til eftir sex ár. Við töluðum ekkert sérstaklega um að til stæði að ég færi til Barcelona á þeim tímapunkti, en ég man hvað Mourinho sagði okkur um Barcelona áður en við mættum þeim í meistaradeildinni á sínum tíma. Hann sagði mér frá ástríðu fólksins og hvað félagi þýddi fyrir fólkið hérna í Katalóníu - að Barcelona væri félag fólksins," sagði Eiður í samtali við Sky-sjónvarpsstöðina í dag.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Sjá meira